Þorvaldur veili eða Þorvaldr (inn) veili var skáld á Ísland á seinasta hluta 10. aldar. Njála segir frá örlögum hans. Þorvaldur var heiðinn og andsnúinn kristni. Í Ólafs sögu Tryggvasonar segir Snorri Sturluson frá því að Þorvaldur hafi ort níð um trúboðann Þangbrand sem Ólafur sendi til Íslands til að kristna landið. Þegar Þangbrandur kom í hérað Þorvalds í Grímsnesið safnaði Þorvaldur liði til að drepa hann og félaga hans Guðleif Arason. En leikar fóru svo að Þorvaldur var drepinn.

Þorvaldur hafði beðið skáldið Úlf Uggason að hjálpa sér að klekkja á Þangbrandi sem Þorvaldur kallaði argan goðvarg. Beiðni Þorvalds er sett fram í lausavísu og er hún það eina sem hefur varðveist af kveðskap hans. Snorri segir frá því í Háttatali að Þorvaldur sé höfundur drápu um Sigurðarsögu. Sú drápa var sérstök af því hún var steflaus og skjálfhent.

Lausavísa Þorvalds veila er svona:

Yggs bjálfa mun eg Úlfi
Endils um boð senda,
mér er við stála stýri
stugglaust, syni Ugga,
að gnýskúta Geitis
goðvarg fyrir argan,
þann er við rögn um regnir,
reki hann en eg annan.

Heimildir breyta