Þ

bókstafur
(Endurbeint frá Þorn)
Íslenska stafrófið
Aa Áá Bb Dd Ðð Ee
Éé Ff Gg Hh Ii Íí
Jj Kk Ll Mm Nn Oo
Óó Pp Rr Ss Tt Uu
Úú Vv Xx Yy Ýý Þþ
Ææ Öö

Þ eða þ (skrifað þorn, borið fram bæði sem „þoddn“ eða „þorn“) er þrítugasti bókstafurinn í íslenska stafrófinu eins og það er nú haft, en var áður 34. stafurinn (á meðan c, q, z og w voru höfð með). Þ kemur aðeins fyrir í upphafi orðs (þúfa, þjófur) eða sem fyrsti stafur í síðari lið samsettra orða (farþegi), og endar því ekkert orð á bókstafnum þ. Þ er óraddað og tannmælt önghljóð í nútímamáli, og var líkt í fornmáli- en þorn var stundum ritað í staðin fyrir ð (t.d. verþa).[1] Þ hefur verið notað samfellt í íslensku frá upphafi.[2]

Saga þorns

breyta

Táknið Þ var notað í norrænu rúnaletri og var nefnt þurs, í engilsaxnesku rúnaletri hét samsvarandi stafur þorn. Ekki er ólíklegt að latneski bókstafurinn þ hafi verið tekinn upp í íslensku og norsku fyrir ensk áhrif og bendir hið íslenska nafn stafsins til þess. Elstu heimildir um notkun þ í íslensku eru í handritum frá miðri 12. öld. Norðmenn hættu að nota bókstafinn þ um 1400 en yngstu dæmi um notkun þ í enskum handritum eru frá miðri 15. öld. Fyrsti málfræðingurinn bjó til fjögur tákn fyrir þau sérhljóð sem þá voru ekki til í latínu en í Fyrstu málfræðiritgerðinni stendur:

 
Staf þann er flestir menn kalla þorn þann kalla ég af því heldur the að þá er það atkvæði hans í hverju máli sem eftir lifir nafnsins er úr er tekinn raddarstafur úr nafni hans, sem alla hefi ég samhljóðendur samda í það mark nú sem ég reit snemma í þeirra umræðu. Skal þ standa fyrri í stafrófi en titull þó að ég hafi síðar umræðu um hann því að hann er síðast í fundinn, en af því fyrr um titul að hann var áður í stafrófi og ég lét hann þeim fylgja í umræðu eru honum líkir þarfnast sína jartein. Höfuðstaf the-sins rita ég hvergi nema í vers upphafi því að hans atkvæði má eigi æxla þótt hann standi eftir raddarstaf í samstöfun.
 
 
— Úr Fyrstu málfræðiritgerðinni eftir fyrsta málfræðinginn

Tíðni

breyta

Stafurinn þorn er 19. algengasti bókstafurinn í íslensku og er tíðni hans 1,59%.[3]

Heimildir

breyta
  1. Íslensk orðabók, Menningarsjóður- Reykjavík 1963. Ritstjóri, Árni Böðvarsson
  2. „Íslenska: í senn forn og ný“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 23. september 2009. Sótt 15. ágúst 2010.
  3. „Tíðni orða í mörgum tungumálum“. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. október 2011. Sótt 12. desember 2008.

Ytri tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.