Þorgerður Einarsdóttir

Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir (f. 31. maí 1957) er prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands.[1]

Ferill

breyta

Þorgerður lauk fil kand-prófi í félagsfræði frá Gautaborgarháskóla árið 1982, kennsluréttindanámi frá Háskóla Íslands 1986 og doktorsprófi í félagsfræði frá Gautaborgarháskóla 1997. Eftir doktorspróf var Þorgerður sjálfstætt starfandi við Reykjavíkurakademíuna og nýdoktor við Háskóla Íslands frá 1998-2000. Þorgerður var ráðin lektor í kynjafræði við Háskóla Íslands árið 2000 og var sú fyrsta til að gegna því starfi.[1][2] Hún varð dósent árið 2004 og prófessor 2009.[3] Þorgerður hefur verið gestafræðimaður við Uppsalaháskóla, Lancaster háskóla[4], Victoria háskóla[5] og háskólann í Albany.[6] Áður hafði Þorgerður kennt við Fjölbrautarskólann í Breiðholti (1986 til 1988), og starfað á Iðntæknistofnun Íslands (1988 til 1991) sem síðar varð Nýsköpunarmiðstöð Íslands.[1] Undir forystu Þorgerðar hefur nám í kynjafræði í Háskóla Íslands verið byggt upp og skapað sér sess í íslensku samfélagi.[7]

Rannsóknir

breyta

Rannsóknir Þorgerðar spanna vítt svið innan kynjafræða og beinast einkum að stöðu kynjanna og kynjatengslum í efnahagslegu, félagslegu og pólitísku samhengi.[8][1][9] Doktorsritgerð Þorgerðar „Läkaryrket i förändring. En studie av den medicinska professionens heterogenisering och könsdifferentiering“[10] er kynja- og félagsfræðileg greining á fagvæðingu og sérgreinaskiptingu læknastéttarinnar.[11] Meðal annara áherslusviða má nefna kynjaskiptingu vinnumarkaðarins, samræmingu atvinnu og einkalífs og fjölskylduþátttöku feðra.[12] Kynjagreiningu Þorgerðar og Gyðu Margrétar Pétursdóttur á „Skýrslu rannsóknanefndar Alþingis um bankahrunið“[13] var upphafið að víðtækari rannsóknum á samtvinnun karlmennsku og nýfrjálshyggju í íslensku samfélagi.[14] Meðal nýjustu áherslna Þorgerðar eru kynjuð fjármál og kynjajafnrétti í vísindasamfélaginu, kynjatengsl í stjórnum og framkvæmdastjórnum fyrirtækja,[15] konur í hópi Vesturfara[16] og trans kynjafræði.[17] Þorgerður hefur tekið þátt í fjölda íslenskra og alþjóðlegra rannsóknarverkefna. Hún var íslenskur verkefnisstjóri í ESB-verkefninu GARCIA frá 2014-2017,[12][18][19] hún stýrir íslenska hluta ESB-verkefnisins ACT[20] Communities of Practice for Accelerating Gender Equality and Institutional Change in Research sem stendur yfir 2018-2021.[21][22] Þá tekur hún þátt í H2020 verkefninu CENTRINNO, New CENTRalities in INdustrial areas and engines for inNOvation and urban transformation[23] sem stendur yfir frá 2020 til 2024.[24][25]

Stjórnun og nefndarstörf

breyta

Þorgerður hefur gegnt margvíslegum stjórnunar- og ábyrgðarstörfum innan háskólasamfélagsins. Hún hefur verið formaður vísindanefndar Félagsvísindasviðs HÍ frá 2018. Hún var deildarforseti Stjórnmálafræðideildar HÍ 2010-2012 og 2017, og varadeildarforseti 2014-2017. Hún var formaður stjórnar Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála 2014-2016, formaður MARK Miðstöðvar margbreytileika- og kynjarannsókna 2011-2013. Þá hefur hún setið í fjölda nefnda innan HÍ og gegnt trúnaðarstörfum fyrir RANNÍS.[1]

Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 „Þorgerður J. Einarsdóttir. CV“. Sótt 14. september 2021.
  2. „Mbl.is. (2001, 4. janúar). Ný staða - ný fræðigrein“. Sótt 14. september 2021.
  3. „mbl.is. (2006, 22. október). Kynjafræðinám Háskólans 10 ára“. Sótt 14. september 2021.
  4. Lancaster University. Sótt 14. september 2021.
  5. Victoria háskóli. Sótt 14. september 2021.
  6. Háskólinn í Albany. Sótt 14. september 2021.
  7. „Fréttablaðið. (2016, 20. október). Þótti skrítin grein í byrjun“. Sótt 14. september 2021.
  8. Google Scholar. Thorgerdur Einarsdóttir. Sótt 14. september 2021.
  9. Thorgerdur Jennýjardóttir Einarsdóttir. Sótt 14. september 2021.
  10. „Läkaryrket i förändring. En studie av den medicinska professionens heterogenisering och könsdifferentiering“ (PDF). Sótt 14. september 2021.
  11. „Skrá um doktorsritgerðir Íslendinga. Þorgerður Einarsdóttir“. Sótt 14. september 2021.
  12. 12,0 12,1 „Vísindavefurinn. (2018). Hvaða rannsóknir hefur Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir stundað?“. Sótt 14. september 2021.
  13. „Skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis“ (PDF). Sótt 14. september 2021.
  14. „Mbl.is. (2010, 12. september). Íslensk heimili kynjagreind“. Sótt 14. september 2021.
  15. „Sunna Kristín Hilmarsdóttir. (2015, 29. október). Konur telja að atvinnulífinu sé stjórnað af körlum sem treysta ekki konum. Visir.is“. Sótt 14. september 2021.
  16. „Háskóli Íslands. (2019). Vistaskipti – Samband Íslands og Kanada“. Sótt 14. september 2021.
  17. „Háskóli Íslands. Trans, hinsegin og femínismi. Þorgerður Einarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild“. Sótt 14. september 2021.
  18. „Garcia. Gendering the Academia and Research: combating Career Instability and Asymmetries. Gender Budgeting. Þorgerður Einarsdóttir – WP5 leader“. Sótt 14. september 2021.
  19. „European Commission. (2017). Final Report Summary – GARCIA (Gendering the Academy and Research: combating Career Instability and Asymmetries)“. Sótt 14. september 2021.
  20. ACT. Sótt 14. september 2021.
  21. „Háskóli Íslands. (2018). HÍ tekur þátt í alþjóðlegu verkefni um kynjajafnrétti“. Sótt 14. september 2021.
  22. „Mbl.is. (2018, 2. maí). Fá styrk til að rannsaka kynjajafnrétti“. Sótt 14. september 2021.
  23. New CENTRalities in INdustrial areas as engines for inNOvation and urban transformation. Sótt 14. september 2021.
  24. „Háskóli Íslands. (2020). Koma á fót nýsköpunarmiðstöðvum á gömlum iðnaðarsvæðum í Evrópu“. Sótt 14. september 2021.
  25. „Morgunblaðið. (2020, 7. nóvember). Miðstöð nýsköpunar í textíliðnaði“. Sótt 14. september 2021.