Þorgerður Einarsdóttir
Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir (f. 31. maí 1957) er prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands.[1]
Ferill
breytaÞorgerður lauk fil kand-prófi í félagsfræði frá Gautaborgarháskóla árið 1982, kennsluréttindanámi frá Háskóla Íslands 1986 og doktorsprófi í félagsfræði frá Gautaborgarháskóla 1997. Eftir doktorspróf var Þorgerður sjálfstætt starfandi við Reykjavíkurakademíuna og nýdoktor við Háskóla Íslands frá 1998-2000. Þorgerður var ráðin lektor í kynjafræði við Háskóla Íslands árið 2000 og var sú fyrsta til að gegna því starfi.[1][2] Hún varð dósent árið 2004 og prófessor 2009.[3] Þorgerður hefur verið gestafræðimaður við Uppsalaháskóla, Lancaster háskóla[4], Victoria háskóla[5] og háskólann í Albany.[6] Áður hafði Þorgerður kennt við Fjölbrautarskólann í Breiðholti (1986 til 1988), og starfað á Iðntæknistofnun Íslands (1988 til 1991) sem síðar varð Nýsköpunarmiðstöð Íslands.[1] Undir forystu Þorgerðar hefur nám í kynjafræði í Háskóla Íslands verið byggt upp og skapað sér sess í íslensku samfélagi.[7]
Rannsóknir
breytaRannsóknir Þorgerðar spanna vítt svið innan kynjafræða og beinast einkum að stöðu kynjanna og kynjatengslum í efnahagslegu, félagslegu og pólitísku samhengi.[8][1][9] Doktorsritgerð Þorgerðar „Läkaryrket i förändring. En studie av den medicinska professionens heterogenisering och könsdifferentiering“[10] er kynja- og félagsfræðileg greining á fagvæðingu og sérgreinaskiptingu læknastéttarinnar.[11] Meðal annara áherslusviða má nefna kynjaskiptingu vinnumarkaðarins, samræmingu atvinnu og einkalífs og fjölskylduþátttöku feðra.[12] Kynjagreiningu Þorgerðar og Gyðu Margrétar Pétursdóttur á „Skýrslu rannsóknanefndar Alþingis um bankahrunið“[13] var upphafið að víðtækari rannsóknum á samtvinnun karlmennsku og nýfrjálshyggju í íslensku samfélagi.[14] Meðal nýjustu áherslna Þorgerðar eru kynjuð fjármál og kynjajafnrétti í vísindasamfélaginu, kynjatengsl í stjórnum og framkvæmdastjórnum fyrirtækja,[15] konur í hópi Vesturfara[16] og trans kynjafræði.[17] Þorgerður hefur tekið þátt í fjölda íslenskra og alþjóðlegra rannsóknarverkefna. Hún var íslenskur verkefnisstjóri í ESB-verkefninu GARCIA frá 2014-2017,[12][18][19] hún stýrir íslenska hluta ESB-verkefnisins ACT[20] Communities of Practice for Accelerating Gender Equality and Institutional Change in Research sem stendur yfir 2018-2021.[21][22] Þá tekur hún þátt í H2020 verkefninu CENTRINNO, New CENTRalities in INdustrial areas and engines for inNOvation and urban transformation[23] sem stendur yfir frá 2020 til 2024.[24][25]
Stjórnun og nefndarstörf
breytaÞorgerður hefur gegnt margvíslegum stjórnunar- og ábyrgðarstörfum innan háskólasamfélagsins. Hún hefur verið formaður vísindanefndar Félagsvísindasviðs HÍ frá 2018. Hún var deildarforseti Stjórnmálafræðideildar HÍ 2010-2012 og 2017, og varadeildarforseti 2014-2017. Hún var formaður stjórnar Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála 2014-2016, formaður MARK Miðstöðvar margbreytileika- og kynjarannsókna 2011-2013. Þá hefur hún setið í fjölda nefnda innan HÍ og gegnt trúnaðarstörfum fyrir RANNÍS.[1]
Heimildir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 „Þorgerður J. Einarsdóttir. CV“. Sótt 14. september 2021.
- ↑ „Mbl.is. (2001, 4. janúar). Ný staða - ný fræðigrein“. Sótt 14. september 2021.
- ↑ „mbl.is. (2006, 22. október). Kynjafræðinám Háskólans 10 ára“. Sótt 14. september 2021.
- ↑ Lancaster University. Sótt 14. september 2021.
- ↑ Victoria háskóli. Sótt 14. september 2021.
- ↑ Háskólinn í Albany. Sótt 14. september 2021.
- ↑ „Fréttablaðið. (2016, 20. október). Þótti skrítin grein í byrjun“. Sótt 14. september 2021.
- ↑ Google Scholar. Thorgerdur Einarsdóttir. Sótt 14. september 2021.
- ↑ Thorgerdur Jennýjardóttir Einarsdóttir. Sótt 14. september 2021.
- ↑ „Läkaryrket i förändring. En studie av den medicinska professionens heterogenisering och könsdifferentiering“ (PDF). Sótt 14. september 2021.
- ↑ „Skrá um doktorsritgerðir Íslendinga. Þorgerður Einarsdóttir“. Sótt 14. september 2021.
- ↑ 12,0 12,1 „Vísindavefurinn. (2018). Hvaða rannsóknir hefur Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir stundað?“. Sótt 14. september 2021.
- ↑ „Skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis“ (PDF). Sótt 14. september 2021.
- ↑ „Mbl.is. (2010, 12. september). Íslensk heimili kynjagreind“. Sótt 14. september 2021.
- ↑ „Sunna Kristín Hilmarsdóttir. (2015, 29. október). Konur telja að atvinnulífinu sé stjórnað af körlum sem treysta ekki konum. Visir.is“. Sótt 14. september 2021.
- ↑ „Háskóli Íslands. (2019). Vistaskipti – Samband Íslands og Kanada“. Sótt 14. september 2021.
- ↑ „Háskóli Íslands. Trans, hinsegin og femínismi. Þorgerður Einarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild“. Sótt 14. september 2021.
- ↑ „Garcia. Gendering the Academia and Research: combating Career Instability and Asymmetries. Gender Budgeting. Þorgerður Einarsdóttir – WP5 leader“. Sótt 14. september 2021.
- ↑ „European Commission. (2017). Final Report Summary – GARCIA (Gendering the Academy and Research: combating Career Instability and Asymmetries)“. Sótt 14. september 2021.
- ↑ ACT. Sótt 14. september 2021.
- ↑ „Háskóli Íslands. (2018). HÍ tekur þátt í alþjóðlegu verkefni um kynjajafnrétti“. Sótt 14. september 2021.
- ↑ „Mbl.is. (2018, 2. maí). Fá styrk til að rannsaka kynjajafnrétti“. Sótt 14. september 2021.
- ↑ New CENTRalities in INdustrial areas as engines for inNOvation and urban transformation. Sótt 14. september 2021.
- ↑ „Háskóli Íslands. (2020). Koma á fót nýsköpunarmiðstöðvum á gömlum iðnaðarsvæðum í Evrópu“. Sótt 14. september 2021.
- ↑ „Morgunblaðið. (2020, 7. nóvember). Miðstöð nýsköpunar í textíliðnaði“. Sótt 14. september 2021.