Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Nýsköpunarmiðstöð Íslands var sjálfstæð ríkisstofnun sem ætlað var að hvetja til nýsköpunar og efla framgang nýrra hugmynda í íslensku atvinnulífi með virkri þátttöku í rannsóknarverkefnum og stuðningi við frumkvöðla og fyrirtæki. Nýsköpunarmiðstöð sem var á fót árið 2007, var fjármögnuð með fjárframlögum ríkisins og heyði undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Starfsstöðvar hennar voru í Reykjavík, Akureyri, Sauðárkróki, Ísafirði og Vestmannaeyjum.[1] Stofnunin var lögð niður 1. júlí 2021 með lögum nr. 25/2021, og verkefni hennar færð annað.[2]
Hlutverk og starfssemi
breytaHlutverk Nýsköpunarmiðstöð Íslands var skilgreint í lögum um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun frá árinu 2007.[3] Stofnuninni var ætlað að hvetja til nýsköpunar og efla framgang nýrra hugmynda í íslensku atvinnulífi. Það var gert með virkri þátttöku í rannsóknarverkefnum og margvíslegum stuðningi við frumkvöðla og fyrirtæki. Þetta var byggt á þeirri trú að nýsköpun sé forsenda fyrir fjölbreytni í íslensku atvinnulífi og undirstaða sterkrar samkeppnisstöðu landsins gagnvart öðrum þjóðum.[4][5]
Nýsköpunarmiðstöð var ætlað að vera þekkingarsetur þar sem saman koma tæknirannsóknir með tengsl við rannsóknir í háskólum og háskólasetrum annars vegar og þróunarstarfsemi fyrirtækja hins vegar. Miðstöðin var til upplýsingar og leiðsagnar fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem fást við hvers konar nýsköpunarvinnu.
Í samræmi við þetta hlutverk rak stofnunin frumkvöðlasetur aðstoða sprotafyrirtæki og frumkvöðla við þróun nýsköpunarhugmynda og veitti aðstoð fyrstu rekstrarárin. Þá rak stofnunin þekkingarsetur á landsbyggðinni sem þungamiðju atvinnusóknar á viðkomandi svæði.[6]
Skipulag
breytaNýsköpunarmiðstöð Íslands heyrði undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og starfaði samkvæmt lögum um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun (nr. 75/2007).
Starfsemi stofnunarinnar var skipt í tvö svið: Annars vegar var stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki, þar sem rekin er öflug stuðningsþjónusta og þekkingarmiðlun fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Hins vegar voru tæknirannsóknir og ráðgjöf við hagnýtar rannsóknir og tækniráðgjöf á sviði bygginga og mannvirkja, framleiðslu, líf- og efnistækni, efnagreininga og orku.[7]
Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands var með starfsstöðvar í Reykjavík, Akureyri, Sauðárkróki, Ísafirði og Vestmannaeyjum. Ársverk í stofnuninni voru 82 í starfsstöðvum víðsvegar um landið árið 2019.[8]
Tekjur stofnunarinnar
breytaSamkvæmt lögum um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun komu tekjur Nýsköpunarmiðstöðvar af framlögum úr ríkissjóði ákveðin í fjárlögum; þjónustugjöldum; fjármagnstekjum; og sölu hlutdeildar í félögum. Þá hafði stofnunin aðrar tekjur sem námu um helmingur tekna hennar.
Á árinu 2017 skiptust tekjur stofnunarinnar skiptast þannig að 50% komu sem ríkisframlag af skattfé og 50% var sjálfsaflafé sem að stærstu hluti kom frá atvinnulífi og innlendum og erlendum rannsóknarsjóðum.[9]
Stofnunin var á A hluti fjárlaga og starfaði sem opinber stofnun samkvæmt lögum um opinber fjármál.[10]
Tengt efni
breytaTenglar
breytaHeimildir
breyta- ↑ Íslands, Nýsköpunarmiðstöð. „Nýsköpunarmiðstöð Íslands“. Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. september 2019. Sótt 13. mars 2019.
- ↑ Nýskapandi. „Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur verið lögð niður“. Nýskapandi. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. júní 2022. Sótt 8. júlí 2022.
- ↑ „75/2007: Lög um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun“. Alþingi. Sótt 13. mars 2019.
- ↑ „1119/133 nefndarálit: opinber stuðningur við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun“. Alþingi. Sótt 13. mars 2019.
- ↑ Íslands, Nýsköpunarmiðstöð. „Fjölbreytt starfsemi“. Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. júní 2020. Sótt 13. mars 2019.
- ↑ „Lög um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun“. Alþingi. Sótt 13. mars 2019.
- ↑ Íslands, Nýsköpunarmiðstöð. „Fjölbreytt starfsemi“. Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. júní 2020. Sótt 13. mars 2019.
- ↑ Nýsköpunarmiðstöð (2018). „Ársskýrsla Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands 2017“. Nýsköpunarmiðstöð. Sótt 13. mars 2019.
- ↑ Nýsköpunarmiðstöð (2018). „Ársskýrsla Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands 2017“. Nýsköpunarmiðstöð. Sótt 13. mars 2019.
- ↑ „123/2015: Lög um opinber fjármál“. Alþingi. Sótt 13. mars 2019.