Þingvellir (Þórsnesi)
(Endurbeint frá Þingvellir á Þórsnesi)
Þingvellir (oft kallaðir Þingvellir á Þórsnesi til aðgreiningar frá Þingvöllum á Suðurlandi) er sveitabær skammt frá Stykkishólmi. Þingvellir eru fyrir botni lítils vogs er nefnist Þingvallavogur og var þar fjórðungsþingstaður til forna. Þar hafa við fornleifarannsóknir fundist fleiri en 40 búðatóftir, sú lengsta yfir 20 m að lengd. Er getum að því leitt að fjórðungsþingstaður hafi þangað verið fluttur eftir að menn höfðu með heiftarblóði vanhelgað hinn fyrri þingstað. Í Eyrbyggja sögu segir, að þá er hún er rituð sjáist þar dómhringur og að inni í honum sé blótsteinn. Voru þeir menn sem blóta skyldi brotnir um stein þennan, er nefndur var Þórssteinn. Þórssteinn er þar enn svo kallaður, en dómhringur sést þar hvergi.
Heimildir
breyta- Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, S-T. Örn og Örlygur.
- Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og menning. ISBN 9979-3-0853-2.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.