Rannsókn
Kerfisbundin athugun til þekkingarauka
(Endurbeint frá Rannsóknir)
Rannsókn er nákvæm og kerfisbundin athugun og skráning á niðurstöðum gerð í þeim tilgangi að öðlast þekkingu eða afla upplýsinga. Vísindarannsóknir eru stundaðar í háskólum undir stjórn prófessora eða á rannsóknarstofnunum og niðurstöður þeirra rannsókna eru birtar í viðurkenndum, ritrýndum fagtímaritum, í bókum eða á ráðstefnum. Einkarannsóknir eru þær rannsóknir, sem eru stundaðar og kostaðar af einstaklingum eða fyrirtækjum. Lögreglurannsókn er gerð af lögreglu í þeim tilgangi að upplýsa meint lagabrot og niðurstöður þeirra eru oft grundvöllur lagadóma.