Þingholtsstræti 9

Þingholtsstræti 9 er núna staðsett á Árbæjarsafni

Þingholtsstræti 9 er timburhús sem áður stóð við Þingholtsstræti. Húsið var reist árið 1846 úr timbri sem gekk af við byggingu Menntaskólans í Reykjavík. Helgi Jónsson snikkari reisti húsið og bjó þar með fjölskyldu sinni. Jónas og Helgi synir Helga voru áberandi í tónlistarlífi og stofnuðu Söngfélagið Harpan og Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur. Í húsinu voru haldin píuböll.[1]

Þann 5. febrúar árið 1908 var Bakarasveinafélag Íslands stofnað í húsinu, en þá bjó í því Guðmundur Guðmundsson, bakarasveinn. Voru stofnendur 16 talsins. [2] [3]

Árið 1969 var húsið flutt í Árbæjarsafn þar sem það stendur nú.

TilvísanirEdit

  1. Minjasafn Reykjavíkur
  2. Morgunblaðið 1968
  3. Morgunblaðið 1983

TenglarEdit

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.