Þingey

lítil eyja í Skjaulvandafljóti á Norðurlandi

Þingey er eyja í Skjálfandafljóti. Hún er 5.5 km löng og um 1.5 km að breidd.[1] Þingeyjarsýslur og Þingeyjarþing taka nafn af eynni. Þar voru haldin héraðsþing til forna og má enn sjá tóftir þingbúða.

Gamalt danskt kort sem sýnir Þingey.

Eyjan er flöt að mestu og þurrlend enda er undirstaða hennar Bárðardalshraun, eitt þeirra hraunflóða, sem fallið hafa norður Bárðardal í tímanna rás. Jarðfræðingar telja að þetta hraun muni hafa runnið frá Gígöldum í Ódáðahrauni fyrir um níu þúsund árum [2]. Þingey er nyrst á þessu hrauni og fara saman norðurendi eyjarinnar og nyrsti hluti þessa hrauns. Ullarfoss fellur fram af hraunbrúninni á norðurodda eyjarinnar.

Tilvísanir

breyta
  1. Þorsteinn Jósepsson; Steindór Steindórsson. Landið þitt Ísland: U-Ö. bls. 135.
  2. Árni Hjartarson 2004. Hraunin í Bárðardal. Náttúrufræðingurinn 72. 155–163.