Þingey

lítil eyja í Skjaulvandafljóti á Norðurlandi

Þingey er eyja í Skjálfandafljóti. Hún er sex km löng og um einn og hálfur km að breidd.

Gamalt danskt kort sem sýnir Þingey.

Eyjan er flöt að mestu og þurrlend enda er undirstaða hennar eitt þeirra mörgu hraunflóða, sem fallið hafa norður-Bárðardal í tímanna rás. Jarðfræðingar telja að þetta hraun muni hafa runnið frá Trölladyngju í Ódáðahrauni fyrir um sjö þúsund árum [heimild vantar]. Þingey er nyrst á þessu hrauni og fara saman norðurendi eyjarinnar og nyrsti hluti þessa hrauns.