Þeókrítos (forngrísku Θεόκριτος) var forngrískt skáld og upphafsmaður hjarðkvæða („búkólísks“ kveðskapar). Hann var uppi snemma á 3. öld f.Kr.

Þeókrítos.

Lítið er vitað um Þeókrítos umfram það það sem lesið verður út úr kveðskap hans, og því verður að draga allar ályktanir um ævi hans með nokkrum fyrirvara. Enn fremur hafa fræðimenn dregið í efa að sum þeirra kvæða sem honum eru eignuð séu ósvikin.

Líklega var Þeókrítos frá Sikiley en sú ályktun byggir á því að Þeókrítos vísar til Pólýfemosar, kýklópans úr Ódysseifskviðu, sem samlanda síns. Sumir telja að hann hafi einnig búið í Alexandríu um hríð.

  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.