Þýskur fjárhundur

Þýskur fjárhundur
Þýskur fjárhundur
Þýskur fjárhundur
Önnur nöfn
Séfer
Tegund
Vinnuhundur
Uppruni
Þýskaland
Ræktunarmarkmið
FCI: Hópur 1
AKC: Herding
CKC: Hópur 7 (Herding Dogs)
KC: Pastoral
UKC: Herding Dogs
Notkun
Fjárhundur, varðhundur, lögregluhundur, leitarhundur, blindrahundur
Lífaldur
12-13 ár
Stærð
Stór (55-65 cm) (22-40 kg)
Tegundin hentar
Reyndari eigendum
Aðrar tegundir
Listi yfir hundategundir

Þýskur fjárhundur eða séfer (e. German Shepherd, Alsatian, þ. Schäferhund) er afbrigði af hundi og er upprunalega frá Þýskalandi eins og nafnið gefur til kynna. Þýskir fjárhundar eru greindir og fjölhæfir hundar og ákjósanlegir vinnuhundar. Þeir eru oft nýttir sem lögregluhundar, varðhundar, leitarhundar og blindrahundar. Þeir eru þekktir fyrir sterkan karakter og kostir þeirra eru tryggð, greind, hugrekki og góð aðlögunarhæfni að alls kyns aðstæðum. Þýskir fjárhundar eru einnig vinsæl gæludýr, félagar og geta verið afbrigðis barnavinir ef aðstæður eru réttar.

Stærð

breyta

Þýski fjárhundurinn er stór hundur. Rakkar verða venjulega um 60-65 cm á hæð á herðakamb en tíkur um 55-60 cm. Rakkarnir vega yfirleitt um 30-40 kg en tíkurnar um 22-35 kg.

 
Sjónvarpsstjarnan Rex

Talið er að kynið eigi uppruna sinn í æxlun mismunandi fjárhunda í Þýskalandi um nokkura alda skeið en aðrir telja að það hafi komið fram vegna pörunar þýskra fjárhunda af ákveðnu kyni, sem nú er útdautt, og úlfa, sem voru algengir í skóglendi Þýskalands fyrr á öldum. En allir eru sammála að Þjóðverjinn Max von Stephanitz hafi klárað að rækta þýska fjárhundinn eins og við þekkjum hann í dag með öllum eiginleikum hans en hann ræktaði þá með mikilli vinnu til fjárgæslu í lok 19. aldar.

Heilsa, umhirða og hreyfing

breyta

Séfer tegundin fer mikið úr hárum og gerir það öllum gott að kemba hundinn einu sinni á dag en talið er að þeir skipti um felld tvisvar á ári. Séfer er fyrst og fremst vinnuhundur og þarf mikla hreyfingu og líður best úti enda eru þeir notaðir í björgunarsveitum, hernaði og lögreglu. Helstu heilsuvandamál hundsins eru mjaðmalos og olnbogalos, alls kyns blóðsjúkdómar og ofnæmi. Á Íslandi er mjaðmalos algengasta heilbrigðisvandamálið með schaferhundinn. Þetta stafar af skyldleikaræktun.

Tenglar

breyta
  • „Hvað getið þið sagt mér um persónuleika, uppeldi og meðgöngu þýskra fjárhunda?“. Vísindavefurinn. (Skoðað 22.5.2014).
  • German Shepherd Dog
  • Schäfer , Þýskur Fjárhundur