Þórhallur Guðmundsson

Þórhallur Guðmundsson (f. 1961) er íslenskur karlmaður sem fæst við miðilsstörf og er sagður hafa miðilsgáfu. Hann er einn frægasti núlifandi starfandi miðill Íslands.

Þórhallur hefur starfað í útvarpi og sjónvarpi í á annan áratug. Þáttur hans „Lífsaugað“ hefur verið á dagskrá Bylgjunnar og Stöðvar tvö, Lífsaugað fluttist yfir á norðlensku útvarpsstöðina VOICE í ágúst árið 2006 en hætti í loftinu í maí árið 2008. Hann hefur einnig starfað bæði með Sálarrannsóknafélagi Reykjavíkur og Sálarrannsóknafélagi Akureyrar, en hann býr nú á Akureyri.

Árið 2015 fór Þórhallur í þættina Bresti á Stöð 2 en þar reyndi þáttastjórnandi á miðilshæfileikahans.[1]

TenglarBreyta

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

HeimildirBreyta

  1. „Brestir: Nafnið „Tobbi" kom til hans frá látnum afa - Vísir“. visir.is. Sótt 8. apríl 2020.