Þórólfur smjör Þorsteinsson
Þórólfur smjör Þorsteinsson var norskur víkingur sem kom til Íslands með Hrafna-Flóka ásamt Herjólfi. Þeir dvöldust fyrst í Vatnsfirði og bjuggust þar um. Þá var fjörðurinn fullur af fiski og gáðu þeir ekki fyrir veiðum að afla heyja um sumarið, svo að kvikfé þeirra dó um veturinn. Vorið var heldur kalt. Gekk þá Flóki upp á fjall eitt hátt til að skyggnast um. Sá hann norður yfir fjöllin fjörð einn fullan af ísum og kallaði því landið Ísland. Annan vetur var Flóki í Borgarfirði og hélt svo aftur til Noregs. Lét Hrafna-Flóki illa af förinni þegar heim kom til Noregs, en Herjólfur sagði kost og löst af landinu, en Þórólfur lofaði mjög landið og kvað þar drjúpa smjör af hverju strái og „því var hann kallaður Þórólfur smjör“.
Ætt
breyta- Sonur Þórólfs var Auðun „rotinn“ Þórólfsson, landnámsmaður í Saurbæ í Eyjafirði.
- Faðir Þórólfs var Þorsteinn „skrofa“ Grímsson, sonur Gríms Kamban, fyrsta landnámsmanns Færeyja.