Útvegsspilið
Útvegsspilið er íslenskt borðspil sem gengur út á að kaupa fiskiskip og gera þau út á Íslandsmiðum, safna peningum og bæta síðan smám saman við skipaflotann. Spilið hefur engan eiginlegan endi en leikmenn gera upp eignir sínar og fjármuni þegar þeir vilja hætta að spila.
Haukur Halldórsson, myndlistarmaður, hannaði spilið sem kom út árið 1977 og naut töluverðra vinsælda.