Úlfarsfell er lágt fjall á mörkum Reykjavíkur og Mosfellssveitar og er það 296 metra hátt. Skógrækt hefur verið í hlíðum fjallsins og hefur Skógræktarfélag Mosfellsbæjar umsjón með ræktuninni.[1]

Úlfarsfell
Hæð 296 metrar yfir sjávarmáli
Staðsetning Mosfellssveit
Hamrar Úlfarsfells.
Úlfarsfell

Úlfarsfell er nefnt í fornu skjali, Hítardalsbók frá 1367 og í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1704. Nafnið er vafalítið dregið af mannsnafninu Úlfar, samanber Úlfarsá, en fjórir eru nefndir með því nafni í Landnámu.[2]

Tenglar

breyta

Heimildir

breyta
  1. Úlfarsfell Gönguleiðir. Skoðað 20. apríl, 2016.
  2. Hvaðan dregur Úlfarsfell nafn sitt? Vísindavefur. Skoðað 20. apríl, 2016.
   Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.