Öryggisklemma er hugtak innan alþjóðasamskipta sem fellur undir stjórnmálafræði og leitast við að skýra hegðun ríkja við óvissuástand. Inntak öryggisklemmunnar er sú staðreynd að á milli landa ríkir stjórnleysi, þ.e. að ekkert yfirþjóðlegt yfirvald er til staðar til þess að tryggja frið. Hugtakið er nátengt kenningunni um valdajafnvægi í alþjóðasamskiptum.

Öryggisklemman felst í því að jafnvel þegar tiltekið ríki vill auka öryggi sitt með því að bæta varnir sínar. Þá getur það haft þau áhrif á nágrannaríki að þau óttast um eigið öryggi, og þannig leitt af stað vopnakapphlaupi og skapað spennu ríkjanna á milli.

Öryggisklemma er því staða sem kemur upp vegna óttans sem vaknar sökum þeirrar óvissu sem ríkir milli landa um ásetning annarra í garð hinna og viðheldur óttanum, svo lengi sem þetta ástand ríkir.

Til að lýsa hugtakinu nánar skulum við líta á tvö ríki; ríki A og ríki B. Ríki A ákveður að auka varnarmátt sinn af þeim sökum að það óttast um öryggi sitt gagnvart ríki B. Í slíkum aðstæðum eykur ríki A öryggi sitt með varnarmætti í því skyni að halda ríki B frá með fælingarmætti. Ríki B gæti þó litið svo á að þar sem ríki A sé búið að koma sér upp meiri varnargetu, þá sé það þar með orðin ákveðin ógn við ríki B, sem þar af leiðandi bætir við varnarmátt sinn. Þegar ríki B bætir við varnararmátt sinn, lítur ríki A svo á að það þurfi að bæta enn frekar við varnararmátt sinn og svo koll af kolli þar til komin er upp sú staða að ríkin tvö eiga í vopnakapplaupi, þ.e. öryggisklemma hefur myndast og lokaniðurstaðan verður að öryggi allra er ógnað.

Heimildir

breyta
  • Snyder. Glenn, H. (Jul., 1984). „The security Dilemma in Alliance Politcs“. World Politics 36 (4): 461-495. The Johns Hopkins University Press. Sótt 11. febrúar 2010 af http://www.jstor.org/stable/2010183?seq=1
  • Tang, Shiping. (2008). Fear in International Politics: Two Positions. International Studies Association.