Alþjóðasamskipti

Alþjóðatengsl, alþjóðasamskipti eða alþjóðastjórnmál felast í stjórnmálalegum, efnahagslegum og félagslegum tengslum milli ríkja. Formleg samskipti ríkja má rekja til borgríkja Súmer í fornöld. Undir alþjóðatengsl falla alþjóðleg samskipti stjórnareininga eins og fullvalda ríkja, stjórnmálaflokka, alþjóðastofnana og fjölþjóðafyrirtækja og þau heimskerfi sem þessi tengsl skapa.

Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Genf.

Rannsóknir á alþjóðatengslum má rekja til gríska sagnaritarans Þúkýdídesar. Alþjóðatengsl eru háskólagrein sem oft er kennd sem undirgrein stjórnmálafræði.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.