Ólympíuleikar fólks með þroskahömlun
(Endurbeint frá Ólympíuleikar þroskaheftra)
Ólympíuleikar fólks með þroskahömlun eða Heimsleikar seinfærra og þroskahamlaðra eru alþjóðlegt íþróttamót fólks með þroskahömlun sem er haldið fjórða hvert ár.
Ólympíuleikarnir voru fyrst haldnir 20. júlí í Chicago árið 1968 af samtökunum Special Olympics sem Anne McGlone Burke, íþróttakennari, stofnaði með stuðningi Eunice Kennedy Shriver, systur Bandaríkjaforseta.