Fáveldi

(Endurbeint frá Óligarkí)

Fáveldi,[1] fáveldisstjórn eða fámennisstjórn (stundum nefnt fámennisræði eða oligarkí[2]) er stjórnarfar sem vísar til þess þegar stjórn (oftast ríkis) er í höndum fárra í krafti erfða, auðmagns, hernaðarlegra ítaka eða trúarlegra yfirráða. Hið alþjóðlega orð oligarkí (gríska: Ὀλιγαρχία: Oligarkía) er myndað úr tveimur orðum ὀλίγος, sem merkir fáir og ἀρχή sem merkir ræði (ráð, forræði) eða veldi. Óformlega getur hugtakið fáveldi vísað til fámenns hóps sem vegna einhverskonar sérréttinda hefur komist til valda. Hið nýja Rússland sem varð til eftir fall Sovétríkjanna hefur t.d. stundum verið tengt við fáveldisstjórn sökum ítaka stórfyrirtækja og margmiljarðamæringa við stjórn landsins. Sömuleiðis hafa Bandaríkin verið tengd við fáveldisstjórn.

Tilvísanir

breyta
  1. „Orðabók Háskólans“. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. september 2015. Sótt 30. mars 2009.
  2. Sumir hafa viljað þýða olígarkí sem „fáræði“, þó orðið hafi hingað til oftast verið haft um annað í íslensku, t.d. fásinni eða heimsku. Í bók Halldórs Laxness, Barni náttúrunnar, segir t.d.: „Í einhverju óskiljanlegu fáræði tók hann upp á því að lesa í Biblíunni, raunar aðeins fletta blöðunum í henni og láta hana liggja opna í knjám sínum, því þó hann væri með hana fyrir framan sig allan daginn, gat hann ekki fest hugann við neitt sem hann las.“

Tengt efni

breyta

Ítarefni

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.