Ólafsvíkurenni

Ólafsvíkurenni eða Enni er 418 m hátt, bratt og klettótt fjall vestan við Ólafsvík á Snæfellsnesi. Skriður og snjóflóð falla oft á veginn sem liggur með sjónum undir Enninu.

Ólafsvíkurenni gnæfir yfir Ólafsvík
Bæjarfossgil milli Tvísteinahlíðar og Ennis.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Austurhlíð Ennisins vestan Ólafsvíkur nefnist Ennishlíð. Sunnan, og að hluta til vestan, byggðarinnar í Ólafsvík er lág hlíð sem nefnist Tvísteinahlíð. Bæjarfossgil er milli Ennis og Tvísteinahlíðar og um það rennur lækur gegnum bæinn til sjávar. Upp á Enni er göngufært um Ennisdal og er útsýni sagt mikið og gott þegar upp á toppinn er komið.

Snjóflóð sem braut niður steypustöðina Bjarg varð 22. febrúar 1984.

HeimildBreyta

   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
 
Á Wikiheimild er að finna texta sem tengist