Ólafsvíkurenni
Ólafsvíkurenni eða Enni er 418 m hátt, bratt og klettótt fjall vestan við Ólafsvík á Snæfellsnesi. Skriður og snjóflóð falla oft á veginn sem liggur með sjónum undir Enninu.
Ólafsvíkurenni | |
---|---|
Hæð | 418 metri |
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Snæfellsbær |
Hnit | 64°53′39″N 23°44′18″V / 64.894098°N 23.738225°V |
breyta upplýsingum |
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Ólafsvíkurenni.
Á Wikiheimild er að finna texta sem tengist
Austurhlíð Ennisins vestan Ólafsvíkur nefnist Ennishlíð. Sunnan, og að hluta til vestan, byggðarinnar í Ólafsvík er lág hlíð sem nefnist Tvísteinahlíð. Bæjarfossgil er milli Ennis og Tvísteinahlíðar og um það rennur lækur gegnum bæinn til sjávar. Upp á Enni er göngufært um Ennisdal og er útsýni sagt mikið og gott þegar upp á toppinn er komið.
Snjóflóð sem braut niður steypustöðina Bjarg varð 22. febrúar 1984.