Íslenskur fjárhundur
Íslenskur fjárhundur | ||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Íslenskur fjárhundur | ||||||||||
Önnur nöfn | ||||||||||
Íslenskur spísshundur | ||||||||||
Tegund | ||||||||||
Vinnuhundur | ||||||||||
Uppruni | ||||||||||
Ísland | ||||||||||
Ræktunarmarkmið | ||||||||||
| ||||||||||
Notkun | ||||||||||
Fjárhundur, fjölskylduhundur | ||||||||||
Lífaldur | ||||||||||
11-12 ár | ||||||||||
Stærð | ||||||||||
Meðalstór (42-46 cm) (9-14 kg) | ||||||||||
Tegundin hentar | ||||||||||
Byrjendum | ||||||||||
Aðrar tegundir | ||||||||||
Listi yfir hundategundir |
Íslenskur fjárhundur er tegund spísshunda sem kom til Íslands með landnámsmönnum. Þeir voru þolgóðir og voru notaðir til smölunar. Sjúkdómar léku stofninn illa á 19. öld og á miðri 20. öld var hundurinn í útrýmingarhættu. Hundaræktunarfélag Íslands var stofnað árið 1969 til að varðveita kynið. Ýmis litabrigði eru til en gulur er algengur. Íslenski fjárhundurinn er með vakteðli; er forvitinn og fjörugur og geltir þegar ókunnuga ber að garði. Áberandi stærðarmunur er á hundi og tík.
Skyld afbrigði eru norskur búhundur, hjaltneskur fjárhundur og velskur corgi.
Einkenni
breytaHæð hjá karlhundum 42-48cm, en 38-44 hjá tíkum. Höfuðið er breitt og nokkuð kúpt. Trýnið er frammjótt og frekar stutt. Augun eru miðlungsstór og möndlulaga. Augnlitur er dökkur, en ívið er ljósari á mórauðum og ljósum hundum. Hvarmarnir svartir eða brúnir. Eyrun eru sperrt, breið neðst og enda í broddi. Brjóstkassinn er djúpur og breiður og hálsinn kröftugur. Rófan á að vera hringuð upp á við.[1]
Í menningu
breytaPersóna ein í leikritinu Hinrik 5 eftir William Shakespeare minnist á íslenska hundinn og segir: Pish for thee, Iceland dog! thou prick-ear'd cur of Iceland!. Og er þannig í þýðingu Helga Hálfdanarsonar: Svei þér! þú, Íslands eyrnasperrti hundur![2]