Ísis (fornegypska: 3st, Aset; forngríska: Ίσις, Isis) er egypsk frjósemis- og móðurgyðja, systir og kona Ósírisar og móðir Hórusar. Hún er sýnd sem kona með tákn hásætis á höfði. Hún er verndari manna og oft sýnd með barnungan Hórus á handleggnum. Ísis tók yfir nokkur af hlutverkum kýrgyðjunnar Haþor og er þannig stundum sýnd með horn á höfði líkt og Haþor. Dýrkun Ísisar, sem var tilbeðin mjög víða í Rómaveldi, er talin undanfari dýrkunar Maríu meyjar í kristni.

Veggmálverk af Ísisi frá 14. öld f.Kr.

Tenglar

breyta
   Þessi sögugrein sem tengist trúarbrögðum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.