Ísólfur Pálsson tónskáld - Í birkilaut

Ísólfur Pálsson tónskáld - Í birkilaut er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1979. Á henni flytja ýmsir sönglög eftir Ísólfur Pálsson tónskáld. Hljómplata þessi er gefin út að tilstuðlan afkomenda Ísólfs Pálssonar, tónskálds. Þuríður Pálsdóttir valdi efni og flytjendur og hafði yfirumsjón með allri hljóðritun. Hljóðritun fór fram í nóvember og desember 1978 hjá Tóntækni hf. Tæknimaður: Sigurður Árnason. Hljóðritun þeirra laga þar sem leikið er á orgel fór fram í kirkju Fíladelfíusafnaðarins í Reykjavík. Tæknimenn: Sigurður Árnason og Pétur Steingrímsson. Ljósmynd á framhlið umslags er frá Stokkseyrarfjörunni, tekin af Haraldi Ólafssyni. Setning texta á bakhlið umslags: Prentstofan Blik hf.Litgreining og prentun umslags: Prentsmiðjan Grafík hf.

Ísólfur Pálsson tónskáld - Í birkilaut
Bakhlið
SG - 119
FlytjandiÍsólfur Pálsson tónskáld
Gefin út1979
StefnaSönglög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnSigurður Árnason


Lagalisti

breyta
  1. Í birkilaut - Lag - texti: Ísólfur Pálsson – Steingrímur Thorsteinsson - Blandaður kór syngur. - Stjórnandi: Þuríður Pálsdóttir
  2. Rökkurró - Lag - texti: Ísólfur Pálsson - Freysteinn Gunnarsson - Blandaður kór syngur - Stjórnandl: Þuríður Pálsdóttir
  3. Sumar - Lag - texti: Ísólfur Pálsson – Guðmundur Guðmundsson - Blandaður kór syngur — Stjórnandi: Þuríður Pálsdóttir
  4. Vögguvísa - Lag - texti: Ísólfur Pálsson - Freysteinn Gunnarsson - Blandaður kór syngur — Stjórnandi: Þuríður Pálsdóttir
  5. Fjólan - Lag - texti: Ísólfur Pálsson - Hrönn Hafliðadóttir syngur - Krystyna Corles leikur undir á píanó
  6. Sumarnótt - Lag - texti: Ísólfur Pálsson - Þuríður Pálsdóttir syngur - Krystyna Cortes leikur undír á píanó
  7. Ég gekk í björg - Lag - texti: Ísólfur Pálsson – Guðmundur Guðmundsson - Útsetning: Jón Ásgeirsson - Blandaður kór syngur - Stjórnandi: Þuríður Pálsdóttir - Einsöngur: Ingimar Sigurðsson – Undirleikur á píanó: Krystyna Cortes
  8. Söknuður - Lag - texti: Ísólfur Pálsson - Freysteinn Gunnarsson - Guðrún Á. Símonar syngur - Krystyna Cortes leikur undir á píanó
  9. Lóan er komin - Lag - texti: Ísólfur Pálsson – Páll Ólafsson - Blandaður kór syngur - Stjórnandi: Þuríður Pálsdóttlr - Einsöngur: Magnús Jónsson - Undirleikur: Krystyna Cortes, píanó, Þorvaldur Steingrímsson, fiðla og Páll Gröndal, celló
  10. Verði ljós - Lag - texti: Ísólfur Pálsson - Valdemar Briem - Blandaður kór syngur - Stjórnandi: Þuríður Pálsdóttlr - Sigurður Ísólfsson leikur undir á orgel Hljóðdæmi
  11. Þinn sonur lifir - Lag - texti: Ísólfur Pálsson - Valdemar Briem - Blandaður kór syngur - Stjórnandi: Þuríður Pálsdóttir - Sigurður Ísólfsson leikur undir á orgel
  12. Góður engill - Lag - texti: Ísólfur Pálsson - Helgi Hálfdanarson - Margrét Eggertsdóttir syngur - Sigurður Pálsson leikur undir á orgel
  13. Það árlega gerist - Lag - texti: Ísólfur Pálsson - Hallgrímur Jónsson - Garðar Cortes syngur - Sigurður Ísólfsson leikur undir á orgel
  14. Haust - Lag - texti: Ísólfur Pálsson - Freysteinn Gunnarsson - Blandaður kór syngur — Stjómandi: Þuríður Pálsdóttir - Sigurður Ísólfsson leikur undir á orgel
  15. Um aftanstund - Lag - texti: Ísólfur Pálsson - Freysteinn Gunnarsson - Ingimar Sigurðsson syngur – Sigurður Ísólfsson leikur undir á orgel
  16. Kveðja - Lag - texti: Ísólfur Pálsson – Freysteinn Gunnarsson - Blandaður kór syngur - Stjórnandi: Þuríður Pálsdóttir - Undirleikur: Krystyna Cortes, píanó, Þorvaldur Steingrímsson, fiðla og Páll Gröndal, celló


Ísólfur Pálsson tónskáld

breyta
 
Ísólfur Pálsson fæddist 11. marz 1871 að Syðra-Seli á Stokkseyri og lézt í Reykjavík tæplega sjötugur árið 1941. Ísólfur var sonur Páls hreppsstjóra í Seli og Margrétar konu hans, niðji Bergs Sturlaugssonar í fimmta lið, þess sem Bergsætt er við kennd. Var Bergur hinn fyrsti nafnkenndi forsöngvari Stokkseyrarkirkju og hefur hneigð til tónlistariðkunar verið eitt helzta einkenni ættar hans. Fékk Ísólfur fjölþættar gáfur í vöggugjöf. Hann var frábær hugvitsmaður á margar greinar, fann upp ýmiskonar tæki og ruddi nýjungum braut. Fjórir synir Páls í Seli urðu organistar þar eystra. Bjarni, Gísli, Jón og Ísólfur. Urðu þeir bræður - og raunar frændgarðurinn allur - tónlistarlífi landsmanna mikil lyftistöng. Snemma tóku tónsmíðar að sækja á hug Ísólfs og skilaði hann frábæru lífsstarfi á þeim vettvangi. Lögin voru flest gerð fyrir einsöng eða fjórraddaðan kór og sungin við ýmis tækifæri. Urðu Stokkseyri og Eyrarbakki brátt menningarmiðstöðvar sem miðluðu öðrum landshlutum söng og tónlist.

Ekki leiða menn oft hugann að því hvílíka örðugleika aldamótakynslóðin átti við að etja. Mikil fátækt var ríkjandi, organistar stunduðu sjóróðra og aðra erfiðisvinnu myrkranna á milli; undu sér ekki við tónlist nema á stopulum stundum eftir lýjandi vinnudag. Tónmenntakennarar voru nær engir - þeir frændur hjálpuðu hver öðrum og réðu sjálfir í rúnir þeirra tónverka sem ekki fengust skýrð. Heimilin voru alltaf þung. Lífsbjörgin torsótt. Ísólfur átti tólf börn með konu sinni Þuríði Bjarnadóttur. En sú kona reyndist bezta gjöfin hans, einstök að mildi og þolgæði. Fertugur að aldri lagði Ísólfur í þá þrekraun að sigla til náms í hljóðfærasmíði erlendis - frá konu og öllum barnahópnum. Er nútímamanni nær óskiljanlegt hvernig unnt var að klífa slíkan hamar í basli lífsbaráttunnar upp úr aldamótunum. En för Ísólfs bar ríkulegan ávöxt. Eftir heimkomuna gerðist hann athafnasamur, smíðaði sjálfur mörg orgel og stundaði að auki viðgerðir og stillingar. Var vandvirkni Ísólfs við brugðið. Sönglist stundaði Ísólfur í hjáverkum, æfði kóra og skrifaði lögín sín þegar stund gafst frá dagsins önn. Ísólfur Pálsson var viðkvæmur og dulur maður. Sér þess stað í tónsmíðum hans mörg lög hans eru perlur, gædd einfaldleik og fegurð djúprar skáldskapargáfu. Hlýjan og einlægnin lýsa af tónsmíðum Ísólfs, enda hafa sum lög hans greypzt í hjörtu íslendinga Iíkt og væru þau runnin úr djúpi þjóðarsálarinnar sjálfrar. Þessi lög voru börn síns tíma, gerð fyrir þá möguleika til flutnings, sem hér var að finna á fyrstu áratugum þessarar aldar Er þeirri umgjörð haldið á þessari plötu. Lögin lýsa af þrá fátækrar þjóðar við aldahvörf, þar sem heiður himinn og kyrr vötn spegla vonir um betra og fegurra líf.

 
 


Kórinn

breyta

Söngfólk í kórnum: Fremri röð frá vinstri: Ingunn Ragnarsdóttir, Þórunn Halla Guðlaugsdóttir, Kristin Sigtryggsdóttir, Ástrún Davíðsdóttlr, Sigrún Andrésdóttir, Þuríður Pálsdóttir, stjórnandi, Krystyna Cortes, undirleikari, Valgerður J. Gunnarsdóttlr, Elísabet F. Eiríksdóttir, Kolbrún H. Magnúsdóttir og Unnur Jensdóttir. Aftari röð frá vinstri: Jónína Gísladóttir, Magnús Magnússon, Kristján Sigurmundsson, Björn Björgvinsson, Ingi Vilhjálmsson, Pétur Hjálmsson, Jón Guðmundsson, Sigurður Þórðarson, Snjólfur Pálmason, Ingimar Sigurðsson, Gunnar Björnsson og Hrönn Hafliðadóttir. Auk þess voru Agnar Ástráðsson og Matthildur Matthíasdóttir í kórnum.