Íbyggið viðhorf er hugarástand sem tengir persónu og staðhæfingu. Íbyggin viðhorf eru stundum talin vera einfaldasta gerð hugsunar.

Dæmi um íbyggin viðhorf eru skoðun eða trú, efi, löngun, von, ótti og svo framvegis. Allt eru þetta viðhorf til inntaks einhverrar staðhæfingar. Til dæmis má hugsa sér staðhæfingu eins og „Það snjóar“. Hægt er að hafa ýmiss konar viðhorf til hennar; það er hægt að trúa því að það snjói, efast um að það snjói, vona að það snjói, óttast að það snjói og svo framvegis.

Venjulega eru fullyrðingar eins og þær að hugsun sé máltengd byggðar á einhverjum rökum á þá leið að íbyggin viðhorf geri ráð fyrir getunni til að skilja staðhæfingar og geri þar með ráð fyrir hugtakalegri hugsun.

Tenglar breyta

   Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.