Landið helga
(Endurbeint frá Éreẓ haQodeš)
Landið helga (hebreska: ארץ הקודש, (staðlað) Éreẓ haQodeš (tíberísk) ʾÉreṣ haqQāḏēš ; latína: Terra Sancta ; arabíska: الأرض المقدسة, al-Arḍ ul-Muqaddasah; fornamharíska: ארעא קדישא Ar'a Qaddisha) er heiti á hinu sögulega landi Ísrael og vísar til þess að þar eru margir helgistaðir þriggja abrahamískra trúarbragða: gyðingdóms, kristni og íslam. Nafngiftin stafar af trúarlegu mikilvægi Jerúsalem í þessum þremur trúarbrögðum og stöðu svæðisins sem hinu fyrirheitna landi gyðinga.
Krossferðir Vesturkirkjunnar á miðöldum voru farnar í því skini að ná Landinu helga undan yfirráðum múslima.