Æsingsóráðsheilkenni

Æsingsóráðsheilkenni er meint sjúkdómsástand sem kemur fram þegar að aðili er að veita mikið viðnám eða mótspyrnu. Ef reynt er að leggja hömlur á viðkomandi aðila, til að mynda með handjárnum eða böndum, magnast ástandið svo líkamshiti hækkar sem getur endað með öndunarstoppi, hjartastoppi og í einhverjum tilvikum, dauða.[1]

Flestir læknar og læknasamtök, þar á meðal Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, Bandaríska geðlækningafélagið og Bandaríska læknafélagið, viðurkenna ekki að æsingsóráðsheilkenni sé raunverulegt sjúkdómsástand.[2] Gagnrýnendur hugtaksins halda því gjarnan fram að aðallega sé vísað til meints æsingsóráðsheilkennis til þess að útskýra dauðsföll af völdum lögregluofbeldis og að hugmyndin um heilkennið sé þannig notuð til að réttlæta óhóflega valdbeitingu lögreglumanna.[3][4]

Árið 2020 skrifaði hópur taugalækna grein fyrir Brookings-stofnunina um það hvernig löggæsla hefði misnotað læknisfræðihugtakið æsingsóráðsheilkenni til þess að réttlæta lögregluofbeldi og útskýra eftir á dauðsföll fólks í haldi lögreglu.[5]

Tilvísanir

breyta
  1. Sunna Karen Sigurþórsdóttir (3. ágúst 2017). „Æsingsóráðsheilkenni talið ein ástæða andlátsins“. Vísir. Sótt 5. maí 2021.
  2. Sullivan L. „Death by Excited Delirium: Diagnosis or Coverup?“. NPR. Afrit af uppruna á 2. mars 2007. Sótt 26. febrúar 2007. „You may not have heard of it, but police departments and medical examiners are using a new term to explain why some people suddenly die in police custody. It's a controversial diagnosis called excited delirium. But the question for many civil liberties groups is, does it really exist?“
  3. Truscott A (mars 2008). „A knee in the neck of excited delirium“. CMAJ. 178 (6): 669–70. doi:10.1503/cmaj.080210. PMC 2263095. PMID 18332375.
  4. Wetli CV, Fishbain DA (júlí 1985). „Cocaine-induced psychosis and sudden death in recreational cocaine users“. Journal of Forensic Sciences. 30 (3): 873–80. doi:10.1520/JFS11020J. PMID 4031813. Sótt 8. júní 2020.
  5. Joshua Budhu, Méabh O’Hare og Altaf Saadi Monday, How “excited delirium” is misused to justify police brutality, 10. ágúst 2020
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.