Å er þéttbýli og stjórnsýslumiðstöð sveitarfélagsins Åfjord í Þrændalögum í Noregi. Í byggð eru 1.212 íbúar og í sveitarfélaginu 4.252 (2022).

Å
Åfjord kirkja

Å er staðsett djúpt í Åfjorden, milli úttaks Stordalselva og Norddalselva.. Frá Å er það 115 km norður til Namsos, 124 km austur til Steinkjer og 75 km suður (með ferju yfir Tronheimsfjörð) til Þrándheims. Það er strætótenging til Þrándheims tvisvar á dag og til Steinsdalen i Osen einu sinni á dag.

Ráðhúsið í Åfjord er staðsett í miðri Å. Við Å er skólamiðstöð Åfjord einnig staðsett, með Åset barna- og unglingaskólanum og Åfjord menntaskólanum. Staðurinn er einnig mikilvægasta umferðarmiðstöð Åfjord, með strætóstöð, pósthúsi og hóteli

Åfjord kirkjan stendur á lóð upprunalega bæjarins Å.   Kirkjan er stór timburkirkja frá 1879 með plássi fyrir rúmlega 400 manns.