Áströlsk frumbyggjamál eru um 200 talsins[1]. En mælendur þeirra eru um 50.000 (2009).[2] Þessum málum hefur verið skipt í 24 flokka sem taldir eru skyldir innbyrðis. Áströlskum málum hefur fækkað um helming frá því á 18. öld og mörg þeirra sem enn standa eru í útrýmingarhættu.

Þótt áströlsku málin séu æði ólík að málfræðilegri byggingu eru nokkur atriði þeim sameiginleg. Orðaröð í setningum er mjög lík. Nefnifall hefur yfirleitt tvö form, annað sem notað er með áhrifalausum sögnum, hitt með áhrifssögnum til að tákna gerenda. Í beyginarkerfum margra málanna er að finna andlagsfall, eignarfall, verkfærisfall og staðarfall. Lýsingarorð fara á eftir nafnorðum. Sagnorð hafa enga þolmynd og töluorð eru örfá. Sum orð er að finna í þeim nær öllum svo sem mil: Auga, kutara: Tveir, mara: Hönd. Hljóðkerfið mjög áþekkt í öllum málunum. Mörg orð hefjast á bakmælta nefhljóðinu (ng).

Tilvísanir

breyta
  1. Dixon, R. M. W.; Dixon, Robert Malcolm Ward (20. janúar 2011). The Languages of Australia (enska). Cambridge University Press. ISBN 978-1-108-01785-5.
  2. „Language“. DevelopmentEducation.ie (bresk enska). Sótt 13. apríl 2022.
   Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.