Ásta Ólafsdóttir
Ásta Ólafsdóttir (fædd 1948 í Reykjavík) er íslensk myndlistarkona. Ásamt því að vinna mikið í myndlist og skúlptúragerð, hefur hún einnig unnið við skrif. Komið hafa út þrjár bækur eftir Ástu.
Ferill
breytaEftir að hafa lokið kennaraprófi við Kennaraháskóla Íslands árið 1969 fór hún til Parísar þar sem hún lærði frönsku og menntunarvísindi við Parísarháskóla. Árið 1974 hóf hún nám við Myndlistar- og handíðarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 1978 af Nýlistadeild. 1981 – 1984 lá leiðin svo til Hollands þar sem hún stundaði framhaldsnám í myndlist við Jan van Eyck Akademíuna í Maastricht, þaðan lauk hún mastersnámi með áherslu á blandaða tækni, video og hljóð.
Síðastliðin 30 ár hefur Ásta haft mörg járn í eldinum. Hún hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í sýningum með öðrum listamönnum bæði á Íslandi og erlendis. Hún hefur einnig miðlað þekkingu sinni með kennslu og kennt myndlist á öllum kennslustigum. Á sýningum hefur hún sýnt þrívíða skúlptúra og innsetningar (installationir) og notast þá við ýmiss náttúruleg efni til dæmis leir, hraun og fleira. Verk eftir Ástu eru meðal annars í eigu Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands og Nýlistasafnsins.
Sýningar og umfjallanir
breytaÁrið 1990 skipulagði Ásta sýningu í samvinnu við Nýlistasafnið „Fyrir ofan gerð og neðan – List í Þingholtunum.“ Á sýningunni sýndu rúmlega tuttugu ungir listamenn verk sín.
Ásta er meðlimur í Myndhöggvarafélagi Íslands og SÍM (Samband íslenskra myndlistarmanna). Hún er einn af stofnendum Nýlistasafnsins og heiðursfélagi þess síðan 2012.
Nýlistasafnið
breytaÁrið 1992 hélt Ásta sýningu á 10 verkum eftir sig í efri sölum Nýlistasafnsins við Vatnsstíg. Eiríkur Þorláksson skrifaði umfjöllun um sýninguna í Morgunnblaðið. Þar nefndi hann að birta og ferskleiki einkenndu sýninguna og að listakonunni hafi tekist ætlunarverk sitt, að skapa einföld og tær verk. Eiríkur sagði að þessi tærleiki væri mikilvægur þáttur í myndsýn listamanna og að hann nyti sín vel í þessu umhverfi. „Mig langar til þess að búa til einföld og tær verk. Til þess nota ég fersk efni sem ég dulbý ekki. Viðurinn er ómálaður, leirinn er án glerungs, lopinn er óspunninn. Um verkin leikur loft sem er kjarni þeirra.“ – Ásta Ólafsdóttir um sýningu sína í Nýlistarsafninu árið 1992.
Vegferð
breyta21. nóvember – 19. desember árið 2010 hélt Ásta sýningu á Suðsuðvestur en sjálf sýningin hét „Velferð“. Þar fjallaði hún um þróun og vegferð lands og þjóðar, samtaka , einstaklinga, stofnana og svo framvegis. Í kynningartexta sem gerður var fyrir sýninguna er minnst á hvernig vegferð getur verið bæði jákvæð og neikvæð. Án samskipta og hreyfiafls er vegferðin engin.
Helstu einkasýningar
breyta- 2002 „Sandur tímans“, Seyðisfirði Ísland
- 2001 „Ferðafélagar“, GUK, Selfossi Ísland
- 1984 Time Based Art Amsterdam Holland
- 1992 Nýlistasafnið Reykjavík Ísland
- 1993 Gerðuberg Reykjavík Ísland
- 1996 Nýlistasafnið Reykjavík Ísland
- 1997 Gallerí + Akureyri Ísland
- 1998 Safnasafnið Svalbarðsströnd Ísland
- 1998 Jörðin, himinninn og við Nýlistasafnið Reykjavík Ísland
Bækur Ástu
breyta- 1984 I asked my self, Ásta Ólafsdóttir, if this were a dictionary how would you explain your heart in it?
- 1991 Vatnsdropasafnið (Bókaútgáfan Bjartur)
- 1981 Þögnin sem stefndi í nýja átt (Nýlistasafnið)
Heimildir
breyta- http://www.landspitali.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=25111[óvirkur tengill]
- http://www.ismennt.is/not/astol/doc3.html Geymt 5 mars 2016 í Wayback Machine
- http://www.artotek.is/artotek/Listamadur/1933[óvirkur tengill]
- http://www.umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/260 Geymt 10 mars 2011 í Wayback Machine
- http://www.mbl.is/greinasafn/grein/83410/
- Nánari upplýsingar um feril Ástu Ólafsdóttur má finna á www.umm.is