Áreiðanleiki Wikipedia

Áreiðanleiki Wikipedia hefur lengi verið umdeild [heimild vantar] og liggja ýmsar ástæður að baki því. Það getur hver sem er breytt Wikipediasíðum nema þeim sem eru verndaðar. Stjórnendur Wikipedia (í daglegu tali kallaðir Möppudýr) geta merkt greinar vegna skorts á heimildum eða áreiðanleika og geta eytt síðum sem ekki standast kröfur um áreiðanleika. Þá geta Möppudýr bannað notendur sem brjóta reglur um frágang greina[1].

Þótt Wikipedia byggi oftast á heimildum þá getur það ekki talist sem heimild þar sem það er ekki ritrýnt efni samkvæmt akademískum stöðlum og því er oft bannað að vitna í Wikipedia í skólum og við aðra heimildaritun.[2][3][4]

Vísindavefurinn bendir á að Wikipedia sé áreiðanlegari en alfræðiorðabækur reknar af fáum.[5] Fræðimenn hafa mælt með því að nota Wikipedia sem upphafspunkt í leit þeirra að heimildum og yfirfara þær heimildir sem Wikipedia hefur.[6][7]

Heimildir

breyta
  1. „Wikipedia:Möppudýr“, Wikipedia, frjálsa alfræðiritið, 19. september 2024, sótt 3. október 2024
  2. Chen, Lysa (28. mars 2007). „Several colleges push to ban Wikipedia as resource“. Duke Chronicle. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. apríl 2009.
  3. "A Stand Against Wikipedia Geymt 10 ágúst 2012 í Wayback Machine", Inside Higher Ed (January 26, 2007). Retrieved January 27, 2007.
  4. McHenry, Robert (15. nóvember 2004). „The Faith-Based Encyclopedia“. Tech Central Station. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. júní 2006. Sótt 12. október 2008.
  5. „Eigum við að trúa öllu sem stendur á veraldarvefnum?“. Vísindavefurinn.
  6. Petiška, Eduard; Moldan, Bedřich (9. desember 2019). „Indicator of quality for environmental articles on Wikipedia at the higher education level“. Journal of Information Science (bandarísk enska). 47 (2): 269–280. doi:10.1177/0165551519888607. ISSN 0165-5515. S2CID 214401940.
  7. Harrison, Stephen (19. mars 2020). „The Coronavirus Is Stress-Testing Wikipedia's Systems—and Editors“. Slate Magazine (enska). Afrit af uppruna á 18. apríl 2020. Sótt 10. júlí 2020.