Innrásarstríð

(Endurbeint frá Árásarstyrjöld)

Innrásarstríð (eða árásarstríð eða árásarstyrjöld) er stríð háð af ríki sem ræðst með herjum sínum inn fyrir landamæri, þ.m.t. einnig landhelgi og lofthelgi, annars ríkis. Dæmi um innrásarstríð er t.d. árás Þýskalands á Pólland í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar. Aðilinn sem ráðist er á bregst við með varnarstríði, og reynir að hrekja innrásarherinn af höndum sér, eða játar sig sigraðan og gefst upp fyir innrásarliðinu. Ef varnaraðilinn gefst upp lýkur innrásarstríði og innrásaraðilinn kemur upp setuliði. Varnaraðili, sem er mun fáliðaðri, reynir stundum að breyta innrásarstríði í langvinnt þreytistríð, ef hann telur sig með því móti geta á löngum tíma veikt innrásarherinn það mikið að hann hopi af sjálfsdáðum eða að hann geti hrakið hann á flótta með sífelldum skæruhernaði og gagnárasum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.