Á baðkari til Betlehem
Á baðkari til Betlehem er íslensk sjónvarpsþáttaröð sem sýnd var á RÚV í desember 1990 sem hluti af Jóladagatali Sjónvarpsins. Þáttaröðin fjallar um ævintýri Hafliða og Stínu sem leggja af stað í ævintýralegt ferðalag til Betlehem í þeim tilgangi að færa Jesúbarninu gull og myrru. En á leiðinni til Betlehem standa börnin frammi fyrir mörgum áskorunum.