Myrra er gúmmíkvoða úr myrrurunnanum, litlum þyrnirunna af ættkvíslinni Commiphora sem vex í kringum sunnanvert Rauðahaf. Myrra hefur verið notuð sem reykelsi, ilmefni, krydd og í lækningaskyni frá fornöld og var eitt af því sem Forn-Egyptar fluttu inn frá Púnt. Myrra kemur nokkrum sinnum fyrir í Biblíunni sem sjaldgæft ilmefni sem var notað í reykelsi og ilmolíur.

Myrra.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.