Yngvi Pétursson (f. 11. desember 1951) er stærðfræðingur og fyrrum rektor (skólastjóri) Menntaskólans í Reykjavík. Hann lauk BS prófi í stærðfræði frá Háskóla Íslands árið 1974 og prófi í uppeldis- og kennslufræði við sama skóla 1978.

Yngvi hefur verið kennari í stærðfræði og tölvufræðum við Menntaskólann í Reykjavík frá árinu 1972. Hann varð aðstoðarskólastjóri árið 1995. Yngvi tók við starfi rektors af Ragnheiði Torfadóttur 2001 og gengdi því starfi til 2012 og aftur 2013 til 2017.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.