Katrínarborg

borg í Rússlandi
(Endurbeint frá Yekaterinburg)

Katrínarborg eða Jekaterínbúrg (rússneska: Екатеринбу́рг) er borg og stjórnsýslumiðstöð Sverdlovsk-fylkis í Rússneska sambandsríkinu.

Borgin er staðsett við ána Iset, austur af Úralfjöllum og er 1.420 kílómetrum austur af Moskvu. Katrínarborg var stofnuð 18 nóvember 1723 og nefnd í höfuðið á Katrínu 1. keisaraynju. Hún er fjórða stærsta borg Rússlands, en í henni býr rúmlega ein og hálf milljón manna (2018). Borgin hét Sverdlovsk frá 1924 til 1991, í höfuðið á sovéska byltingarmanninum Jakov Sverdlov.

Heimildir

breyta