WorldFengur[1] er upprunaættbók íslenska hestsins. WorldFengur safnar saman upplýsingum um íslenska hesta innan landa FEIF Geymt 10 maí 2020 í Wayback Machine (alþjóðasamtök eigenda íslenska hestsins) og eru þær aðgengilegar á vefnum. WorldFengur er samstarfsverkefni Bændasamtaka Íslands og FEIF um að þróa einn og viðurkenndan miðlægan gagnagrunn um íslenska hestinn hvar sem er í heiminum. Í WorldFeng er að finna viðamiklar upplýsingar um á fjórða hundrað þúsund íslenskra hesta og eykst fjöldi þeirra á hverjum degi. Mætti til dæmis finna upplýsingar um ættartölu, afkvæmi, kynbótadóma, eigendur, ræktendur, kynbótamat, liti, örmerki og fleira. Einnig hefur WorldFengur að geyma um 13 þúsund myndir af kynbótahrossum.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. Lorange, Jón Baldur (2011-12). „WorldFengur - the studbook of origin for the Icelandic horse“. Acta Veterinaria Scandinavica (enska). 53 (S1): S5. doi:10.1186/1751-0147-53-S1-S5. ISSN 1751-0147. PMC 3194124. PMID 21999469.
  2. Bændasamtök Íslands. „Um WorldFeng“.