Wikipediaspjall:Vissir þú...

Munum við hafa svona "Vissir þú..." eins og á ensku Wikipedia eða er þetta bara tilraun? --Baldur Blöndal 15:14, 2 janúar 2007 (UTC)

Þetta er bara eitthvað til að spjalla um. Breytingar á forsíðunni ættu að vera ræddar á Spjall:Forsíða áður en þær eru gerðar og helst tillögur settar fram á notendasíðum. --Akigka 15:28, 2 janúar 2007 (UTC)
Mér finnst þetta persónulega vera skemmtileg hugmynd, ég kíki daglega á enska wikipedia til að lesa nýlegar fréttir og Did you know.. dálkinn. Væri kannski hugsanlegt að innleiða frétta-dálkinn líka, kannski þegar notendum hefur fjölgað hér á íslenska wiki og fleiri til að uppfæra hann. --Baldur Blöndal
Þetta er sneddí, já. Ætti að vera á forsíðu. --Heiða María 23:25, 5 janúar 2007 (UTC)
Mig langar að benda á þetta var eitt sinn á forsíðunni. Við fjarlægðum þetta og drógum úr viðfangi forsíðunar vegna þess að engin hélt henni við. Í dag er þetta flest allt sjálfvirkt eða hálfsjálfvirkt svo að viðhaldið er lítið (þarf aðeins að athuga hana mánaðarlega í raun). Ég hef ekkert á móti því að þetta sé notað ef þið nennið að standa í þessu :) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 23:35, 5 janúar 2007 (UTC)
Ég man eftir því. Það var lengi óuppfært, ásamt öðrum hlutum á forsíðunni. Okkur hefur samt tekist nokkuð snuðrulaust að halda við Grein mánaðarins og Atburðum dagsins (og Samvinnu mánaðarins) í heilt ár. Engin ástæða til annars en prufa hversu langt okkur tekst að ganga. --Akigka 23:40, 5 janúar 2007 (UTC)

Myndin breyta

Myndin sem er þarna ‚overlappar‘ stundum textann. Er hægt að laga þetta? --Baldur Blöndal 16:53, 19 janúar 2007 (UTC)

Akkurat, það vantar að laga þetta. T.d. núna sést bara: New Super Mario Bros. er fyrsti Mario-leikurinn þar sem sjónarhornið er frá hlið, frá því Super ... kom út 1992? þar sem punktarnir eru á að koma: Mario Land 2. Þetta sést bara á forsíðunni en ekki á þessari síðu. --Nori 20:47, 15 febrúar 2007 (UTC)

Tarja Halonen breyta

Tarja Halonen getur varla talist ný grein. Eiga þetta ekki bara að vera staðreindir um nýjar greinar? --Steinninn 14:48, 22 júní 2007 (UTC)

Jú einmitt, hefði haldið það. --Sennap 14:54, 22 júní 2007 (UTC)
Vúhaps. --Almar 15:45, 22 júní 2007 (UTC)
Mér finnst það nú ekki saka að koma með áhugaverðar staðreyndur úr gömlum greinum. Hvað nákvæmlega er að því? --Baldur Blöndal 18. febrúar 2009 kl. 04:42 (UTC)Reply

Rétt röð breyta

Geta menn andskotast til þess að gera þetta í réttri röð og haft nýjasta efst og tekið þá út NEÐSTU greinina þegar nýrri er bætt við... --Stalfur 14:16, 26 júní 2007 (UTC)

Framsöguháttur eða viðtengingarháttur? breyta

Hvort er rétt að segja:

  1. Vissir þú að söngkonan Leoncie er kaþólsk?,
  2. Vissir þú að söngkonan Leoncie væri kaþólsk? eða
  3. Vissir þú að söngkonan Leonciekaþólsk?

Fyrsta er framsöguháttur nútíðar, svo viðtengingarháttur þátíðar og að lokun viðtengingarháttur nútíðar? --Baldur Blöndal 18. febrúar 2009 kl. 04:40 (UTC)Reply

Það fyrsta er rétt. Þú ert að fullyrða um eitthvað sem er fullvíst. --Akigka 18. febrúar 2009 kl. 09:08 (UTC)Reply
Fara aftur á verkefnissíðuna „Vissir þú...“.