Wikipediaspjall:Samvinna mánaðarins/mars, 2006

Latest comment: fyrir 18 árum by Heiða María

Ég er með tvær tillögur að Samvinnu mánaðarins í mars; tónlist annars vegar og hins vegar viðhald þess sem er komið.

Tónlist er það efni sem hvað flestir geta eitthvað fjallað um. Hér þarf að vinna að þeim lista sem er á menningar-hluta Greina sem ættu að vera til og skrifa um ólíka tónlistarmenn og stefnur. Gerði lista um daginn sem mætti nota, þó hann sé frekar tengdur mér persónulega. Ekki kannski "mikilvægustu" tónlistarmenn í heimi.
Þetta eru bæði góðar tillögur, en mér lýst betur á þessa, því hin er í raun eitthvað sem maður reynir að gera hvort eð er. Tónlistarumfjöllun er hér nær engin, hvort sem um er að ræða um hljóðfæri, tónlistarmenn, tónlistarstefnur eða bara... hvað sem er! Þar að auki held ég að þetta sé mjög skemmtilegt, fólk kemur úr mismunandi áttum og hefur mismunandi tónlistarsmekk, en allir ættu að geta skrifað eitthvað um einhverja tónlist. --Sterio 13. febrúar 2006 kl. 22:10 (UTC)Reply
Ég styð þessa, ég gæti hugsað mér að skrifa a.m.k. stubba um nokkra tónlistarmenn. --Heiða María 27. febrúar 2006 kl. 01:22 (UTC)Reply


Viðhald greina og annars efnis er líka nauðsynlegt. Það þarf að uppfæra gamlar greinar og lesa yfir hvort allt sé í lagi. Auk þess þarf að myndskreyta, þó svo að ekki sé mikið um myndefni.

Þetta eru mínar tillögur að næstu samvinnu. --Jóna Þórunn 12. febrúar 2006 kl. 21:06 (UTC)Reply

Hér þarf að fara að kjósa, þ.e. ef einhver hefur áhuga á því að hafa samvinnu mánaðarins í mars. --Jóna Þórunn 26. febrúar 2006 kl. 12:52 (UTC)Reply

Jájá, við skulum hafa samvinnu mánaðarins! Þetta gengur alveg, bara ekki alveg eins vel og þyrfti :p --Sterio 26. febrúar 2006 kl. 13:10 (UTC)Reply
Fara aftur á verkefnissíðuna „Samvinna mánaðarins/mars, 2006“.