Wikipediaspjall:Samþykktar tillögur að gæðagreinum
Latest comment: fyrir 18 árum by Bjarki S in topic Japan
Japan
breytaTelst Japan ekki samþykkt sem gæðagrein? Kosningin fór svona:
--Bjarki 20. júlí 2006 kl. 18:00 (UTC)
- Samþykkt --Akigka 21:59, 29 september 2006 (UTC)
- Samþykkt --Jóna Þórunn 22:04, 29 september 2006 (UTC)
- Á móti (mér finnst vanta of mikið, sérstaklega eitthvað um japanska menningu).--Cessator 13:05, 30 september 2006 (UTC)
Ef litið er svo á að sá sem gerir tillöguna styðji hana (og ég hef litið svo á hingað til), þá er niðurstaðan sú að 75% atkv. eru með tillögunni og 25% á móti (sem er leyfilegt hámarkshlutfall mótmæla; þau mega ekki vera meiri, eins og það er orðað, en 25%). En ég veit það ekki, kannski er alls ekki sjálfsagt að sá sem gerir tillöguna sé þar með að greiða atkv. með henni. Hvað segir fólk um þetta? --Cessator 16:58, 5 október 2006 (UTC)
- Þetta er góð spurning, allajafna held ég að það ætti að líta á tilnefninguna sem stuðningsatkvæði. Í þessu tilfelli var tillagan ein af mörgum sem ég hrúgaði inn vegna þess að um nokkuð langar greinar var að ræða án þess að ég væri að taka sérstaka afstöðu til þeirra sjálfur, það hefði ég átt að taka fram. Annars mætti alveg endurskoða orðalagið á reglunum til að tryggja að allir séu að skilja þetta á sama hátt. Á tillaga að teljast sem stuðningsatkvæði eða ekki? Hvað segið þið? --Bjarki 00:23, 9 október 2006 (UTC)
- Mig rámar reyndar í það, nú þegar þú minnist á þetta, að þú hafir haft einhver orð um það þegar þú gerðir tillögu um margar greinar í einu að þú værir bara að benda á greinar sem væru langar og þér virtist í fljótu bragði koma til greina. Ég hafði bara gleymt því að þessi grein væri ein þeirra. Í þessu tilviki verður þú því að dæma um það sjálfur hvort tillagan felur í sér stuðning. En alla jafnan finnst mér eðlilegt að líta á tillöguna sem stuðning. Það væri a.m.k. skrítið að segja „ég legg til að grein x verði gæða-/úrvalsgrein en andmæli/greiði atkvæði gegn tillögunni.“ Það liggur kannski ekkert á að breyta orðalagi samt. Ef einhver gerir tillögu og hefur engan fyrirvara á (eins og þú hafðir), þá held ég að það sé eðlilegt að líta á það sem stuðning, ekki satt?. --Cessator 01:56, 9 október 2006 (UTC)
- Jú það er eðlilegast að líta svo á sé sjálfkrafa stuðnigsyfirlýsing nema annað sé sérstaklega tekið fram. Svona "for the record" þá er ég á móti þessari tillögu á sama grundvelli og ýmsum öðrum landagreinum var hafnað, vantar of mikið um ýmis svið. --Bjarki 15:19, 9 október 2006 (UTC)
- Þá sé ég ekki betur en tillagan sé felld... --Akigka 15:33, 9 október 2006 (UTC)
- Jú það er eðlilegast að líta svo á sé sjálfkrafa stuðnigsyfirlýsing nema annað sé sérstaklega tekið fram. Svona "for the record" þá er ég á móti þessari tillögu á sama grundvelli og ýmsum öðrum landagreinum var hafnað, vantar of mikið um ýmis svið. --Bjarki 15:19, 9 október 2006 (UTC)
- Mig rámar reyndar í það, nú þegar þú minnist á þetta, að þú hafir haft einhver orð um það þegar þú gerðir tillögu um margar greinar í einu að þú værir bara að benda á greinar sem væru langar og þér virtist í fljótu bragði koma til greina. Ég hafði bara gleymt því að þessi grein væri ein þeirra. Í þessu tilviki verður þú því að dæma um það sjálfur hvort tillagan felur í sér stuðning. En alla jafnan finnst mér eðlilegt að líta á tillöguna sem stuðning. Það væri a.m.k. skrítið að segja „ég legg til að grein x verði gæða-/úrvalsgrein en andmæli/greiði atkvæði gegn tillögunni.“ Það liggur kannski ekkert á að breyta orðalagi samt. Ef einhver gerir tillögu og hefur engan fyrirvara á (eins og þú hafðir), þá held ég að það sé eðlilegt að líta á það sem stuðning, ekki satt?. --Cessator 01:56, 9 október 2006 (UTC)
Löng grein
breytaEr ekki ráð að búa til tvær greinar Samþykktar tillögur og Felldar tillögur frekar en að miðjuskipta svona ferlíki? --Jabbi 21:34, 21 mars 2007 (UTC)
- Jú, ég held það sé málið og skipta því svo eftir árum ef það þrýtur líka. --Jóna Þórunn 22:08, 21 mars 2007 (UTC)