Wikipediaspjall:Greinar sem ættu að vera til en eru það ekki
Er til samskonar listi um myndir. Wikipedia:Myndir sem ættu að vera til en eru það ekki. Kanski inn á commons? --Steinninn 12:22, 13 febrúar 2007 (UTC)
- Það er óskalisti hérna: http://commons.wikimedia.org/wiki/Commons:Picture_requests Þetta er reyndar ekki listi yfir mikilvægustu myndir sem ættu að vera til eins og þessi síða hér heldur síða þar sem hver sem er getur lagt inn beiðni um ákveðnar myndir. --Bjarki 13:45, 13 febrúar 2007 (UTC)
- Kanski ætti líka að gera lista yfir greinar sem ætttu ekki að vera til og væru það ekki :) Thvj 2. febrúar 2008 kl. 15:25 (UTC)
- Haha það eru til milljón þannig greinar á uncyclopediu um vopn. =P --Baldur Blöndal 2. febrúar 2008 kl. 19:05 (UTC)
- Vel á minnst, er fólk ekkert að vinna í að tæma þetta?! Skammist ykkar! --Baldur Blöndal 2. febrúar 2008 kl. 19:06 (UTC)
- Haha það eru til milljón þannig greinar á uncyclopediu um vopn. =P --Baldur Blöndal 2. febrúar 2008 kl. 19:05 (UTC)
- Kanski ætti líka að gera lista yfir greinar sem ætttu ekki að vera til og væru það ekki :) Thvj 2. febrúar 2008 kl. 15:25 (UTC)
Tölfræði á Meta
breytaÉg var að rekast á þessa síðu þar sem tungumálin eru borin saman eftir þessum lista. Vildi bara benda á það. Við komum betur út en stærð okkar gefur tilefni til. --Akigka 4. febrúar 2008 kl. 13:36 (UTC)
- En samt ættum við að geta klifrað upp um nokkur sæti ef við einbeitum okkur að því. --Cessator 4. febrúar 2008 kl. 13:50 (UTC)
- Ætti amk. að vera auðvelt að komast upp fyrir baskneskuna :) — Jóna Þórunn 4. febrúar 2008 kl. 13:58 (UTC)
- Stukkum upp um nokkur sæti núna síðast. --Akigka 2. mars 2008 kl. 21:12 (UTC)
- Einmitt, bættum við okkur 75 stigum. Og í næsta mánuði má gera ráð fyrir áþekkum árangri ef við höldum áfram að fækka rauðu tenglunum smám saman. Við hefðum reyndar stokkið lengra upp ef ekki hefði verið gerð ein breyting á mælingunni, því núna er lengd greina mæld að fráteknum iw-tenglunu en var ekki áður, skilst mér. En það er vandamál hvað meðallengd greina er lítil enn þá. --Cessator 2. mars 2008 kl. 23:05 (UTC)
- Þess má geta að greinarnar sem þessi tölfræði miðar við er ekki endilega nýjasta útgáfa listans. Hér eru greinarnar sem vntar á íslensku. --Cessator 2. mars 2008 kl. 23:08 (UTC)
- Þeir sem vinna þessa lista virðast ganga útfrá iw tenglunum á ensku útgáfum greinanna þegar þeir leita þær uppi á öðrum tungumálum. Ef það vantar tengil í íslensku á ensku greininni þá kemur það út eins og greinin sé ekki til á íslensku. Ég sá t.d. Rauða krossinn í þessum lista yfir greinar sem vantar þrátt fyrir að greinin sé til, þá var tilfellið einmitt að iw tengilinn vantaði á ensku greininni. Það gætu verið fleiri svona tilvik sem við þurfum að finna og temja okkur það að bæta alltaf inn iw tengli á ensku þegar við búum til greinar úr þessum lista. --Bjarki 3. mars 2008 kl. 00:20 (UTC)
- Við erum með á að giska helminginn af greinunum sem "vantar". Ég er að setja inn iw-tengla núna. --Cessator 3. mars 2008 kl. 00:34 (UTC)
- Eiga ekki að vera þjarkar í þessu starfi? --ojs 3. mars 2008 kl. 02:13 (UTC)
- Jú, en af einhverjum ástæðum hafa þeir ekki séð um þetta. --Cessator 3. mars 2008 kl. 02:21 (UTC)
- Eiga ekki að vera þjarkar í þessu starfi? --ojs 3. mars 2008 kl. 02:13 (UTC)
- Við erum með á að giska helminginn af greinunum sem "vantar". Ég er að setja inn iw-tengla núna. --Cessator 3. mars 2008 kl. 00:34 (UTC)
- Þeir sem vinna þessa lista virðast ganga útfrá iw tenglunum á ensku útgáfum greinanna þegar þeir leita þær uppi á öðrum tungumálum. Ef það vantar tengil í íslensku á ensku greininni þá kemur það út eins og greinin sé ekki til á íslensku. Ég sá t.d. Rauða krossinn í þessum lista yfir greinar sem vantar þrátt fyrir að greinin sé til, þá var tilfellið einmitt að iw tengilinn vantaði á ensku greininni. Það gætu verið fleiri svona tilvik sem við þurfum að finna og temja okkur það að bæta alltaf inn iw tengli á ensku þegar við búum til greinar úr þessum lista. --Bjarki 3. mars 2008 kl. 00:20 (UTC)
- Stukkum upp um nokkur sæti núna síðast. --Akigka 2. mars 2008 kl. 21:12 (UTC)
- Ætti amk. að vera auðvelt að komast upp fyrir baskneskuna :) — Jóna Þórunn 4. febrúar 2008 kl. 13:58 (UTC)
Hér er listi yfir greinar sem vantar miðað við þann lista sem tölfræðin byggir á, ef einhver vill ganga í verkið. --Cessator 3. mars 2008 kl. 03:07 (UTC)
- Þarna stukkum við upp í 40. sæti á listanum, en erum annars í því 50. á listanum yfir wp eftir greinafjölda. Hins vegar er áberandi hvað greinarnar af þessum lista eru stuttar hjá okkur samanborið við þær wp sem eru nálægt okkur á listanum sem eru flestar með meira en þriðjungi lengri greinar að meðaltali en við. --Akigka 6. apríl 2008 kl. 13:16 (UTC)
Lokahnykkurinn
breytaMér sýnist nú að það sem er eftir er margt frekar "obscure" svo ég sletti, einhverjar kirkjudeildir og trúarbrögð í meirihluta sem vissulega hafa einhverjar milljónir áhangenda en ekki eitthvað sem "ætti" að vera til. --Stalfur 27. febrúar 2008 kl. 15:45 (UTC)
- Er þetta ekki bara afgangurinn af listanum yfir þau viðfangsefni sem allar Wikipediur ættu að hafa? Það má auðvitað deila um það hvað á heima á slíkum lista en einhver slíkur listi var tekinn saman til viðmiðunar fyrir nýjar Wikipediur og í þeim skilningi "ættu" þessar greinar að vera til. Þessi síða sem Akigka bendir á hér að ofan mælir svo árangurinn hjá hinum ýmsu Wikipedium. Hvað einstök viðfangsefni á listanum varðar, þá get ég ekki annað en verið sammála því að þau eigi mörg og kannski jafnvel flest heima í góðu alfræðiriti (þótt sum séu ekkert endilega nauðsynleg); það er samt önnur spurning hvort þau eigi öll heima á þessum lista fremur en ýmis önnur viðfangsefni sem komust ekki á blessaðan listann, því það er fjölmargt sem ætti að prýða síður góðs alfræðirits sem er ekki nefnt á listanum. --Cessator 27. febrúar 2008 kl. 16:23 (UTC)
- Eitt sem ég tek eftir er að það er nokkuð mikið um skemmtun; skemmtun, tómstundargaman, afslöppun... er þetta allt virkilega mikilvægt? Svo tek ég líka eftir því að þegar ég bæti iw tenglum á þessar síður að sumar hafa bara svona 5-6. Þýðir það að það séu bara 5-6 Wikipediur sem hafa allar helstu greinarnar? Og að Ísland sé næstum því komið með þær allar? Mér finnst það undarlegt þar sem þessi Wikipedia er nokkuð lítil. --Baldur Blöndal 27. febrúar 2008 kl. 17:32 (UTC)
- Skoðaðu listann sem Akigka benti á á Meta, það er bara ein Wikipedia sem hefur allar greinarnar á listanum og bara 20 (í janúar sl.) sem vantaði innan við 100 greinar. Þannig að já, það er hellingur að Wikipedium sem vantar margar af þessum greinum, við höfum bara verið mjög skipulögð og hnitmiðuð hér. Og ef þú klárar listann, þá ætti íslenska Wikipedian að vera sú eina fyrir utan enskuna sem hefur allar greinarnar næst þegar listinn er uppfærður ef engin hinna hefur gert átak eins og við. --Cessator 27. febrúar 2008 kl. 17:37 (UTC)
- Úff.. en það er svo leiðinlegt að skrifa um trúardót.. --Baldur Blöndal 27. febrúar 2008 kl. 17:39 (UTC)
- Til hughreystingar má benda á að þessum trúargreinum hefur fækkað nokkuð í nýjustu útgáfu listans. Ég sá fyrir mér að við myndum uppfæra listann þegar við værum svo til búin með þennan og sjá þá hvað okkur vantar mikið upp á :) Þetta er dálítið eins og Akkilles og skjaldbakan. --Akigka 28. febrúar 2008 kl. 15:48 (UTC)
- Andvarp.. og hey af hverju er fólk ekkert að vinna í þessum lista? ò_ó ég gerði meira en tíu greinar í gær! --Baldur Blöndal 28. febrúar 2008 kl. 15:50 (UTC)
- Af því að það sem er eftir er frekar óáhugavert? Kvikmyndaverin nær til dæmis alls ekki yfir Studio system, þetta er röng þýðing og viðfangsefnið sjálft er einstaklega sértækt. --Stalfur 28. febrúar 2008 kl. 15:56 (UTC)
- Hvernig viltu þýða þetta öðruvísi? Studio system vísar til ákveðins tímabils í sögu bandarískrar kvikmyndagerðar þegar kvikmyndaverin voru allsráðandi. Ég valdi þetta orð með greini af því það er stutt og varla annar skilningur sem kemur til greina. Kvikmyndaverakerfið er allt of mikill tungubrjótur fyrir minn smekk. --Akigka 28. febrúar 2008 kl. 19:48 (UTC)
- Og þó... kannski er þetta slæm þýðing, en þá er um að gera að stinga upp á nýrri. --Akigka 28. febrúar 2008 kl. 19:50 (UTC)
- Svo er alltaf option að hætta vinnu við þennan lista og taka nýtt snapshot af listanum á meta. --Akigka 28. febrúar 2008 kl. 19:51 (UTC)
- Er samt ekki líka málið að hugsa um gæði fram yfir magn og ekki skrifa greinar sem bara eru ein setning eða þaðan af minna?!? — Jóna Þórunn 29. febrúar 2008 kl. 08:18 (UTC)
- Þetta er góð ábendingþ Við ættum auðvitað að hafa einhvers konar lágmark og það segir sig eiginlega sjálft að grein sem er ekki einu sinni ein setning er bara alls engin grein. Og það er líka mikilvægt að lengja greinar, bæði þær sem voru á þessum lista og aðrar. En það dregur samt ekki úr mikilvægi þess að klára þennan lista, við ættum auðvitað að hafa allar greinar sem wikisamfélagið hefur komið sér saman um að allar wikipediur ættu að hafa. Mér finnst góð hugmynd að taka nýtt snapshot, eins og Akigka leggur til. --Cessator 29. febrúar 2008 kl. 08:30 (UTC)
- Sammála því að gera nýjan lista. Ég vann þennan lista (greinar sem ættu að vera til) að mestu seinast og hafði ákveðnar hugmyndir um hann þá en kom þeim ekki í framkvæmd. Um að gera að uppfæra og koma t.d. 50% allra greinanna upp fyrir stubba-staðalinn í stað þess að bara búa til vanstubba. — Jóna Þórunn 29. febrúar 2008 kl. 08:32 (UTC)
- Á listanum á ensku wikipediunni er búið að merkja allar úrvals- og gæðagreinar o.s.frv. Við gætum kannski gert það líka á listanum okkar þegar hann verður uppfærður (þótt þær séu sennilega ekki margar) og merkt líka hvaða greinar eru stubbamerktar o.s.frv. --Cessator 29. febrúar 2008 kl. 08:47 (UTC)
- Það var einmitt hugmyndin, takk fyrir. — Jóna Þórunn 29. febrúar 2008 kl. 08:49 (UTC)
- Á listanum á ensku wikipediunni er búið að merkja allar úrvals- og gæðagreinar o.s.frv. Við gætum kannski gert það líka á listanum okkar þegar hann verður uppfærður (þótt þær séu sennilega ekki margar) og merkt líka hvaða greinar eru stubbamerktar o.s.frv. --Cessator 29. febrúar 2008 kl. 08:47 (UTC)
- Sammála því að gera nýjan lista. Ég vann þennan lista (greinar sem ættu að vera til) að mestu seinast og hafði ákveðnar hugmyndir um hann þá en kom þeim ekki í framkvæmd. Um að gera að uppfæra og koma t.d. 50% allra greinanna upp fyrir stubba-staðalinn í stað þess að bara búa til vanstubba. — Jóna Þórunn 29. febrúar 2008 kl. 08:32 (UTC)
- Þetta er góð ábendingþ Við ættum auðvitað að hafa einhvers konar lágmark og það segir sig eiginlega sjálft að grein sem er ekki einu sinni ein setning er bara alls engin grein. Og það er líka mikilvægt að lengja greinar, bæði þær sem voru á þessum lista og aðrar. En það dregur samt ekki úr mikilvægi þess að klára þennan lista, við ættum auðvitað að hafa allar greinar sem wikisamfélagið hefur komið sér saman um að allar wikipediur ættu að hafa. Mér finnst góð hugmynd að taka nýtt snapshot, eins og Akigka leggur til. --Cessator 29. febrúar 2008 kl. 08:30 (UTC)
- Er samt ekki líka málið að hugsa um gæði fram yfir magn og ekki skrifa greinar sem bara eru ein setning eða þaðan af minna?!? — Jóna Þórunn 29. febrúar 2008 kl. 08:18 (UTC)
- Ég held að málið sé bara að hætta vinna í þessum lista. --Stefán Örvarr Sigmundsson 29. febrúar 2008 kl. 08:27 (UTC)
- Hvers vegna segirðu það? --Cessator 29. febrúar 2008 kl. 08:30 (UTC)
- Vegna þess að enginn nennir að vinna í honum =P --Baldur Blöndal 29. febrúar 2008 kl. 08:40 (UTC)
- Vegna þess að mér finnst hann ýta svo mikið undir það að magn skipti meira máli en gæði. --Stefán Örvarr Sigmundsson 29. febrúar 2008 kl. 08:47 (UTC)
- En það er samt mjög gagnlegt að hafa svona lista yfir mikilvæg atriði sem vantar. Þannig getur vinna okkar orðið hnitmiðaðri. Og ef við skipuleggjum okkar lista eins og gert er á ensku (sbr. það sem ég sagði í svari til Jónu Þórunnar hér að ofan) þá ætti það ekki að vera vandamál. --Cessator 29. febrúar 2008 kl. 08:50 (UTC)
- Auk þess held ég að það væri ágætt að hafa ítarlegri lista fyrir sérstök viðfangsefni, sbr. Wikipedia:Greinar sem ættu að vera til/Ísland. Þann lista mætti lengja til að skipuleggja betur vinnu við íslenskt efni og svo mætti taka saman annan eins lista fyrir raunvísindin o.s.frv. --Cessator 29. febrúar 2008 kl. 08:52 (UTC)
- Vegna þess að mér finnst hann ýta svo mikið undir það að magn skipti meira máli en gæði. --Stefán Örvarr Sigmundsson 29. febrúar 2008 kl. 08:47 (UTC)
- Vegna þess að enginn nennir að vinna í honum =P --Baldur Blöndal 29. febrúar 2008 kl. 08:40 (UTC)
- Hvers vegna segirðu það? --Cessator 29. febrúar 2008 kl. 08:30 (UTC)
- Svo er alltaf option að hætta vinnu við þennan lista og taka nýtt snapshot af listanum á meta. --Akigka 28. febrúar 2008 kl. 19:51 (UTC)
- Og þó... kannski er þetta slæm þýðing, en þá er um að gera að stinga upp á nýrri. --Akigka 28. febrúar 2008 kl. 19:50 (UTC)
- Hvernig viltu þýða þetta öðruvísi? Studio system vísar til ákveðins tímabils í sögu bandarískrar kvikmyndagerðar þegar kvikmyndaverin voru allsráðandi. Ég valdi þetta orð með greini af því það er stutt og varla annar skilningur sem kemur til greina. Kvikmyndaverakerfið er allt of mikill tungubrjótur fyrir minn smekk. --Akigka 28. febrúar 2008 kl. 19:48 (UTC)
- Af því að það sem er eftir er frekar óáhugavert? Kvikmyndaverin nær til dæmis alls ekki yfir Studio system, þetta er röng þýðing og viðfangsefnið sjálft er einstaklega sértækt. --Stalfur 28. febrúar 2008 kl. 15:56 (UTC)
- Andvarp.. og hey af hverju er fólk ekkert að vinna í þessum lista? ò_ó ég gerði meira en tíu greinar í gær! --Baldur Blöndal 28. febrúar 2008 kl. 15:50 (UTC)
- Til hughreystingar má benda á að þessum trúargreinum hefur fækkað nokkuð í nýjustu útgáfu listans. Ég sá fyrir mér að við myndum uppfæra listann þegar við værum svo til búin með þennan og sjá þá hvað okkur vantar mikið upp á :) Þetta er dálítið eins og Akkilles og skjaldbakan. --Akigka 28. febrúar 2008 kl. 15:48 (UTC)
- Úff.. en það er svo leiðinlegt að skrifa um trúardót.. --Baldur Blöndal 27. febrúar 2008 kl. 17:39 (UTC)
- Skoðaðu listann sem Akigka benti á á Meta, það er bara ein Wikipedia sem hefur allar greinarnar á listanum og bara 20 (í janúar sl.) sem vantaði innan við 100 greinar. Þannig að já, það er hellingur að Wikipedium sem vantar margar af þessum greinum, við höfum bara verið mjög skipulögð og hnitmiðuð hér. Og ef þú klárar listann, þá ætti íslenska Wikipedian að vera sú eina fyrir utan enskuna sem hefur allar greinarnar næst þegar listinn er uppfærður ef engin hinna hefur gert átak eins og við. --Cessator 27. febrúar 2008 kl. 17:37 (UTC)
- Eitt sem ég tek eftir er að það er nokkuð mikið um skemmtun; skemmtun, tómstundargaman, afslöppun... er þetta allt virkilega mikilvægt? Svo tek ég líka eftir því að þegar ég bæti iw tenglum á þessar síður að sumar hafa bara svona 5-6. Þýðir það að það séu bara 5-6 Wikipediur sem hafa allar helstu greinarnar? Og að Ísland sé næstum því komið með þær allar? Mér finnst það undarlegt þar sem þessi Wikipedia er nokkuð lítil. --Baldur Blöndal 27. febrúar 2008 kl. 17:32 (UTC)
Ég fatta ekkert í þessum lista til dæmis. Flestallar greinarnar eru til, á ekki að fjarlægja? --Stefán Örvarr Sigmundsson 29. febrúar 2008 kl. 08:58 (UTC)
- Nei, til þess er þessi listi sem við erum að ræða hér. — Jóna Þórunn 29. febrúar 2008 kl. 09:03 (UTC)
- Upphaflega hugmyndin með þessum lista var, held ég, að hjálpa litlum wikipedium til að stækka það svið sem þær fjalla um. Litlar wikipediur frá litlum málsvæðum hafa tilhneigingu til að innihalda mikið af upplýsingum sem koma því málsvæði sérstaklega við og verða þannig í reynd "sér"fræðirit en ekki "al"fræðirit. Mér sýnist svo sem ekkert veita af því hér, sérstaklega varðandi efni sem er okkur fjarlægt eða framandi (Yayoitímabilið eða Malíveldið t.d., saga Pólýnesíu og þar fram eftir götunum) og okkur myndi því seint detta í hug að skrifa nokkuð um ef ekki væri þessi áminning. --Akigka 29. febrúar 2008 kl. 09:18 (UTC)
- Til viðbótar við það sem Jóna Þórunn og Akigka hafa bent á vil ég ítreka að við gætum farið í gegnum listann og merkt hvaða greinar á honum eru enn þá stubbar, hverjar eru gæða- eða úrvalsgreinar o.s.frv. og það gæti hjálpað okkur að fara í þá vinnu að lengja margar mikilvægar greinar. --Cessator 29. febrúar 2008 kl. 09:28 (UTC)
Fuglarnir
breytaHeiti síðunnar er greinilega ekki rétt ef vísa þarf í aðra síða sem skilgreinir greinar sem ættu að vera til en eru ekki. Fuglarnir flokkast klárlega undir efni sem ætti að vera til en er ekki, ég sé ekki tilgang í því að hafa sama listann á tveimur síðum (annars vegar síðan sjálf sem vísað er í og svo þessi síða sem listar upp). --Stalfur 2. mars 2008 kl. 02:43 (UTC)
- Come on, þessi síða var upphaflega búin til til þess að halda utan um hvað væri eftir á þessum lista af meta. --Cessator 2. mars 2008 kl. 02:51 (UTC)
- Af því að klárlega er of erfitt að sjá hvað er rauður tengill og hvað ekki? --Stalfur 2. mars 2008 kl. 03:20 (UTC)
- Nei, en það er svo mikið á þeim lista að það er klárlega þægilegt að hafa rauðu tenglana sér, svo maður hafi betri yfirsýn yfir þá. Og ef fólk fer að bæta inn hingað alls kyns öðrum rauðum tenglum og blanda þeim saman þá er þessi síða orðin gagnslaus því maður veit ekki lengur hvað eru rauðir tenglar af hinum listanum og hvað ekki. Svo er það bara rangt að fuglarnir flokkist klárlega sem greinar sem ættu að vera til af því að "greinar sem ættu að vera til" eru skýrt skilgreindar sem greinarnar af listanum á meta. Af hverju er þetta eiginlega eitthvað mál? Af hverju má ekki bara hafa þennan lista fyrir þá tengla sem honum var ætlað að veita yfirsýn yfir? --Cessator 2. mars 2008 kl. 07:19 (UTC)
- Af því að klárlega er of erfitt að sjá hvað er rauður tengill og hvað ekki? --Stalfur 2. mars 2008 kl. 03:20 (UTC)
- Þú gætir þá alveg eins sett fuglana á síðuna Wikipedia:greinar sem ættu að vera til með þeim rökum að þér finnist að það eigi að vera til greinar um þá, en það er samt ekki það sem sú síða gengur út á. Ef við þurfum að endurnefna síðurnar, þá það. --Cessator 2. mars 2008 kl. 02:54 (UTC)
- Færði fulgana á sér lista; þá eru þeir ekki fyrir hér. --Cessator 2. mars 2008 kl. 03:02 (UTC)
Penicillin
breytaÁkaflega finnst mér hæpið að fara fram á að skrifuð verði grein undir (íslenska?) heitinu pensillín. Flestir myndu þá líklega hafa það pensilín. Mér þætti betra að hafa heiti greinarinnar rétt, þ.e.a.s. penicillin, en tilvísanir gætu verið frá þessum tveimur "íslensku" ritháttum. Væri ekki rétt að breyta þessu?
- Er þetta ekki alltaf kallað pensillín á íslensku? Google gefur mér raunar 4x meira fyrir pensilín en pensillín. Við erum raunar með greinina penisillín :) Þetta eru svo algeng lyf að ég held að heitið á þeim sé fyrir löngu orðið viðtekið íslenskað. --Akigka 20. júní 2008 kl. 00:32 (UTC)
- Alltaf er varasamt orð! Ég held að með einu elli sé þetta miklu algengara (eins og gúglið þitt sýnir!) en hins vegar finnst mér "íslenskun" á þessu afskaplega hæpin. Hvað ætlum við þá að kalla tetracyclin? Tetrasíklín eða kannski fjórhringju? Og svo mætti nú lengi röfla, en þetta er vissulega bara röfl í mér...... :-) --Mói 20. júní 2008 kl. 00:49 (UTC)
- Er það ekki vaninn með lyfjaheiti? Tetrasyklín/tetrasiklín, aspírín, sólanín, amfetamín, þíamín o.s.frv. --Akigka 20. júní 2008 kl. 00:53 (UTC)
- Æi, jú, kannski... En reyndar eru þau lyfjaheiti sem hafa verið "íslenskuð" svona miklum mun færri en hin, sem enga "íslenskun" hafa hlotið. Auk þess er íslenskunin eingöngu í munni almennings. En ég geri þetta ekki að hjartans máli mínu. Kem bara skoðuninni á framfæri og svo nær það ekki lengra. --Mói 20. júní 2008 kl. 01:01 (UTC)
- Hérna er smágrein sem kemur inn á þetta. --Akigka 20. júní 2008 kl. 01:06 (UTC)
- Flott grein hjá lækninum. Ekki skal ég rífast við hann. En auðvitað bara skoðun, rétt eins og mín skoðun! (Jæja, látið mig ekki æsa ykkur...) --Mói 20. júní 2008 kl. 01:13 (UTC)
- Hérna er smágrein sem kemur inn á þetta. --Akigka 20. júní 2008 kl. 01:06 (UTC)
- Æi, jú, kannski... En reyndar eru þau lyfjaheiti sem hafa verið "íslenskuð" svona miklum mun færri en hin, sem enga "íslenskun" hafa hlotið. Auk þess er íslenskunin eingöngu í munni almennings. En ég geri þetta ekki að hjartans máli mínu. Kem bara skoðuninni á framfæri og svo nær það ekki lengra. --Mói 20. júní 2008 kl. 01:01 (UTC)
- Er það ekki vaninn með lyfjaheiti? Tetrasyklín/tetrasiklín, aspírín, sólanín, amfetamín, þíamín o.s.frv. --Akigka 20. júní 2008 kl. 00:53 (UTC)
- Alltaf er varasamt orð! Ég held að með einu elli sé þetta miklu algengara (eins og gúglið þitt sýnir!) en hins vegar finnst mér "íslenskun" á þessu afskaplega hæpin. Hvað ætlum við þá að kalla tetracyclin? Tetrasíklín eða kannski fjórhringju? Og svo mætti nú lengi röfla, en þetta er vissulega bara röfl í mér...... :-) --Mói 20. júní 2008 kl. 00:49 (UTC)
Drug vs Medication
breytaVorum við komin með einhverja niðurstöðu um það hvernig á að gera greinarmun á þessu tvennu? --Akigka 20. júní 2008 kl. 00:41 (UTC)
- Drug er að sjálfsögðu lyf. Medication er hins vegar þýtt með lyfjameðferð, lyflækning, lyfjagjöf í Ensk-íslenskri orðabók Arnar og Örlygs 1984. --Mói 20. júní 2008 kl. 00:54 (UTC)
- Eins og greinin lyf er núna fjallar hún um medicine eða medication (sbr. en:Medication, da:Lægemiddel, it:Farmaco o.s.frv.). --Akigka 20. júní 2008 kl. 00:58 (UTC)
- Þá ætti auðvitað bara að flytja hana á Lyfjameðferð og skrifa svo aðra grein undir heitinu Lyf. Þar væri hægt að styðjast við en:Drugs.
- Ég er reyndar að athuguðu máli ekki sammála því að greinin Lyf eins og hún er núna fjalli frekar um lyfjameðferð. Hins vegar þyrfti að umskrifa hana og laga og skrifa svo nýja grein um lyfjameðferð eða lyflækningar (medication). --Mói 20. júní 2008 kl. 01:07 (UTC)
- Það er örugglega besta leiðin. Ég var svolítið að hugsa um þetta sem almennt um öll efni sem hafa einhverja virkni á líkamann (drug) vs. þau tilteknu efni sem eru notuð beinlínis í þeim tilgangi að lækna sjúkdóma, en auðvitað eru engin greinileg skil þarna á milli og því væntanlega betra að tala um aðferðina lyflækningar en horfa bara á efnin sem þar eru notuð. --Akigka 20. júní 2008 kl. 01:18 (UTC)
- Líka er rétt að vara sig á því að íslenska orðið lyf og enska orðið drug(s) eru ekki alveg hliðstæð. Í íslensku er venjan að nota orðið lyf eingöngu um efni sem hafa einhverja jákvæða eða kannski frekar hjálplega verkun (þrátt fyrir kannski slatta af neikvæðum aukaverkunum). Enskan, drugs, er hins vegar notað jafnt um öll efni sem hafa einhverja líffræðilega/lífeðlisfræðilega verkun án tillits til þess hvort hún er jákvæð eða ekki. Jafnvel kannski frekar um eiturlyf? --Mói 20. júní 2008 kl. 01:30 (UTC)
- Ég veit ekki hvort aðrir vita það sem ég veit. Oft veldur það misskilningi tveggja þegar annar (eða kannski báðir) heldur að hinn viti allt það sama og hann sjálfur. En það sem ég vildi sagt hafa: Það getur verið afskaplega hjálplegt að beita skipuninni define í google. Prófið til dæmis að slá inn í Google leitarlínuna define drugs (bara nákvæmlega svona) eða define medication eða define hvað sem til umræðu er. Þetta hefur oft reynst mér vel. En auðvitað hafa nú allir vitað þetta? --Mói 20. júní 2008 kl. 01:43 (UTC)
- Vissi þetta ekki - sniðugur fídus. --Akigka 20. júní 2008 kl. 01:57 (UTC)
- Ég veit ekki hvort aðrir vita það sem ég veit. Oft veldur það misskilningi tveggja þegar annar (eða kannski báðir) heldur að hinn viti allt það sama og hann sjálfur. En það sem ég vildi sagt hafa: Það getur verið afskaplega hjálplegt að beita skipuninni define í google. Prófið til dæmis að slá inn í Google leitarlínuna define drugs (bara nákvæmlega svona) eða define medication eða define hvað sem til umræðu er. Þetta hefur oft reynst mér vel. En auðvitað hafa nú allir vitað þetta? --Mói 20. júní 2008 kl. 01:43 (UTC)
- Líka er rétt að vara sig á því að íslenska orðið lyf og enska orðið drug(s) eru ekki alveg hliðstæð. Í íslensku er venjan að nota orðið lyf eingöngu um efni sem hafa einhverja jákvæða eða kannski frekar hjálplega verkun (þrátt fyrir kannski slatta af neikvæðum aukaverkunum). Enskan, drugs, er hins vegar notað jafnt um öll efni sem hafa einhverja líffræðilega/lífeðlisfræðilega verkun án tillits til þess hvort hún er jákvæð eða ekki. Jafnvel kannski frekar um eiturlyf? --Mói 20. júní 2008 kl. 01:30 (UTC)
- Það er örugglega besta leiðin. Ég var svolítið að hugsa um þetta sem almennt um öll efni sem hafa einhverja virkni á líkamann (drug) vs. þau tilteknu efni sem eru notuð beinlínis í þeim tilgangi að lækna sjúkdóma, en auðvitað eru engin greinileg skil þarna á milli og því væntanlega betra að tala um aðferðina lyflækningar en horfa bara á efnin sem þar eru notuð. --Akigka 20. júní 2008 kl. 01:18 (UTC)
- Ég er reyndar að athuguðu máli ekki sammála því að greinin Lyf eins og hún er núna fjalli frekar um lyfjameðferð. Hins vegar þyrfti að umskrifa hana og laga og skrifa svo nýja grein um lyfjameðferð eða lyflækningar (medication). --Mói 20. júní 2008 kl. 01:07 (UTC)
- Þá ætti auðvitað bara að flytja hana á Lyfjameðferð og skrifa svo aðra grein undir heitinu Lyf. Þar væri hægt að styðjast við en:Drugs.
- Eins og greinin lyf er núna fjallar hún um medicine eða medication (sbr. en:Medication, da:Lægemiddel, it:Farmaco o.s.frv.). --Akigka 20. júní 2008 kl. 00:58 (UTC)