Wikipediaspjall:Grein mánaðarins/03, 2019
Latest comment: fyrir 5 árum by Þjarkur
Nú eru nokkrir dagar til næsta mánaðar og ekki búið að tilnefna nýja forsíðugrein. Ég vil hins vegar helst ekki gera það sjálfur, því ég hef valið forsíðugreinarnar síðustu átta mánuði, og ég held að það leiði til ákveðinnar einsleitni ef ég er alltaf að velja þær upp úr mínum áhugasviðum. Það væri gott ef einhver gæti valið/búið til góða grein um eitthvað málefni sem hefur ekki verið á forsíðunni lengi, t.d. vísindi, tónlist eða íþróttir. TKSnaevarr (spjall) 24. febrúar 2019 kl. 17:26 (UTC)
- Mér finnst greinarnar sem þú velur nú jafnan mjög áhugaverðar. Finnst greinin Áhrif erlendra hvalveiðimanna á íslenskt samfélag, 1600-1915 frekar skemmtileg (og með æðislegan titil), þurfum svo að koma mynd af færeyska hestinum í "Vissir þú". – Þjarkur (spjall) 28. febrúar 2019 kl. 19:16 (UTC)
- Ég útbý þá grein sem grein mánaðarins (ólíklegt að neinn sé að koma með aðrar tillögur á næsta eina og hálfa klukkutíma). TKSnaevarr (spjall) 28. febrúar 2019 kl. 22:24 (UTC)
- Hehe gott mál. Það lumast svona skrýtnar gersemar á þessari síðu sem ætti auðvitað að flokka sem gæðagreinar, en ég veit bara ekki hvernig við færum að því að kemba í gegnum þær og finna þær. – Þjarkur (spjall) 28. febrúar 2019 kl. 22:35 (UTC)
- Ég útbý þá grein sem grein mánaðarins (ólíklegt að neinn sé að koma með aðrar tillögur á næsta eina og hálfa klukkutíma). TKSnaevarr (spjall) 28. febrúar 2019 kl. 22:24 (UTC)