Wikipediaspjall:Flokkakerfið

Latest comment: fyrir 11 árum by Jabbi in topic Ný stefna um Íslendinga

Sæl veriði, ég er í vandræðum með hvernig ég ætti að flokka ýmsa fræði- og athafnamenn. Sem dæmi, hvernig á að flokka Guðmundur Finnbogason? Hann fer augljóslega í Flokkur:Íslenskir heimspekingar, sá flokkur er síðan flokkaður sem Flokkur:Íslendingar og Flokkur:Heimspekingar. Þá kemur vandamálið ef svo mætti kalla. Á Flokkur:Heimspekingar bara að tengja í Flokkur:Heimspeki eða eigum við að tengja líka í Flokkur:Fræðimenn og hafa það í Flokkur:Fræðigreinar, eða er það of mikið eða kannski óþarfi? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18. okt. 2005 kl. 17:43 (UTC)

Mér finnst allt í lagi að flokka heimspekinga sem fræðimenn. Og ef við syrjum okkur „Hvar viljum við nú að lesendur geti fundið flokkinn Heimspekingar?“ þá liggur í augum uppi, held ég, að við viljum að lesendur geti fundið heimspekinga þegar þeir eru inni á síðu um heimspeki og líka þegar þeir eru að fletta í gegnum fræðimenn. Mér finnst það ekki vera of mikið eða óþarfi. --Cessator 1. jan. 2006 kl. 19:05 (UTC)

Efnisyfirlit

breyta

Efnisyfirlitið sem tengt er í af þessari síðu, Snið:Wikipediatoc er að mínu mati mun verra (og í raun úrelt) en Snið:Efnisyfirlit sem nú er notað á forsíðunni. Er einhver ástæða fyrir því að nota hitt þarna, eða hefur bara enginn hugsað út í að breyta þessu? --Sterio 6. júlí 2006 kl. 13:53 (UTC)Reply

Ég breyti því þá bara...--Sterio 19. júlí 2006 kl. 20:54 (UTC)Reply

Flokkaröð

breyta

Ég sé að það er kominn nýr kafli um röð flokka og allt gott um það að segja. Það er ágæt hugmynd að hafa fæðingar- og dánarár síðust; ég hef sjálfur oft sett þau fyrst en ætla að venja mig af því. En varðandi aðra flokka: það getur verið svo umdeilanlegt eða óljóst hvaða flokkur er mikilvægastur; hvort er t.d. mikilvægara um Immanuel Kant að hann hafi verið siðfræðingar eða frumspekingur eða bara afurð 18. aldarinnar? Og hvar í röðinni kemur þjóðerni hans? Af hverju ekki bara að hafa flokkana í stafrófsröð? --Cessator 17:18, 17 nóvember 2006 (UTC)

Tja, ég átti við augljós dæmi, s.s. Íslenskir heimspekingar, Reykvíkingar en ekki öfugt. Eitthvað sem inniheldur þjóðernið finnst mér eigi að vera fremst. Annars er ekkert vitlaust að hafa restina (eða allt) í stafrófsröð, nema fæðingar- og dánarárin síðust. --Jóna Þórunn 19:14, 17 nóvember 2006 (UTC)
Ég er sammála því að stundum er augljóst að eitthvað skipti meira máli en eitthvað annað en ég held að það verði of flókið mál að búa til reglur um hvernig þetta á að vera (t.d. þjóðerni fyrst [sænskir heimspekingar, sænskir sálfræðingar], svo starfssvið [siðfræðingar], svo menntun [nemendur úr háskólanum í Gautaborg], svo kannski stefnur sem viðkomandi aðhyllist [nytjastefnumenn, raunhyggjumenn, atferlishyggjumenn], ýmislegt annað [nóbelsverðlaunahafar] og ártöl síðast); fyrir utan að það geti verið óljóst hvað sé mikilvægast hverju sinni (nytjastefnumenn, raunhyggjumenn eða atferlishyggjumenn), þá á enginn greinarhöfundur eftir að muna alltaf hvort starfsvið komi á eftir menntun eða öfugt o.s.frv. Þess vegna held ég að það sé einfaldast að hafa bara stafrófsröð og svo kannski eina undantekningu, sem væri þá ártöl. --Cessator 19:42, 17 nóvember 2006 (UTC)
Já, það er ekki vitlaust. Viltu kannski breyta orðalaginu í eitthvað betra (augljósara) ?!? --Jóna Þórunn 19:44, 17 nóvember 2006 (UTC)
Hvernig væri „Flokkar í greinum eru í stafrófsröð, nema fæðingar- og dánarflokkar sem koma síðast.“? --Cessator 19:51, 17 nóvember 2006 (UTC)

Flokkun fólks eftir fæðingar- og dánarárum

breyta

Það er eitt sem er slæmt við að nota {{fd}} sniðið og það er að í flokkunum kemur þá allt fólkið eftir eiginnöfnum en ekki eftirnöfnum (t.d. John Locke undir J en ekki L). Í öllum öðrum flokkum er hægt að raða útlendingum eftir eftirnöfnum og mér finnst raunar að þannig ætti það að vera enda alsiða að gera það. Ættum við að taka upp sama kerfi og er á ensku, þ.e. að nota [[Flokkur:Fólk fætt 1632|Locke, John]] í staðinn fyrir {{fd}}-kerfið? --Cessator 19:51, 17 nóvember 2006 (UTC)

Leiðinlegt að það skuli ekki vera hægt að nota subst: og forskoðun til að kalla fram flokkun. FD-sniðið er þá best að nota á Íslendinga og pikka inn flokkaheitin á hina. Held það sé vitlaust. Verst að það verður erfitt að venja sig af því að nota fd... --Jóna Þórunn 19:57, 17 nóvember 2006 (UTC)
Sjáum hvort hægt er að hnika fd-kerfinu til eða gera fde fyrir eftirnafnafólk. --Stalfur 01:28, 18 nóvember 2006 (UTC)
Eftir ítrekaðar tilraunir til að búa til snið með valfrjálsri breytu (optional parameter) þá gafst ég upp og ákvað að við höfum bara annað snið fyrir eftirnöfn. Má ég kynna fde sem má nota fyrir eftirnöfn! --Stalfur 13:41, 18 nóvember 2006 (UTC)
Glæsilegt! --Cessator 18:54, 18 nóvember 2006 (UTC)
Hvað stendur fdn fyrir? --Stefán Örvarr Sigmundsson 21. desember 2007 kl. 05:13 (UTC)Reply
Fdn? Ég veit það ekki. --Cessator 21. desember 2007 kl. 05:20 (UTC)Reply
Nei, ég ætlaði að skrifa fd. Ég held að það þýði fæðing/dauði eða eitthvað. --Stefán Örvarr Sigmundsson 21. desember 2007 kl. 05:22 (UTC)Reply
Já, fædd(ur)/dáin(n) eða fæðingarár/dánarár; e stendur fyrir eftirnafn. --Cessator 21. desember 2007 kl. 07:43 (UTC)Reply
Tregða vegna þreytu! --Stefán Örvarr Sigmundsson 21. desember 2007 kl. 05:29 (UTC)Reply

Sameining

breyta

Væri ekki ráð að sameina þessa síðu og þessa? --Stefán Örvarr Sigmundsson 21. desember 2007 kl. 05:15 (UTC)Reply

Ný stefna um Íslendinga

breyta

Mér dettur í hug að það gæti vel verið þess vert að byrja að flokka Íslendinga eftir fæðingarstað. T.d. Flokkur:Íslendingar fæddir í Reykjavík. --Jabbi (spjall) 30. desember 2013 kl. 22:49 (UTC)Reply

Fara aftur á verkefnissíðuna „Flokkakerfið“.