Wikipediaspjall:Í fréttum...

Latest comment: fyrir 6 mánuðum by Steinninn in topic Mynd með eyðingartillögu

Óeirðirnar?

breyta

Af hverju að kalla þetta Óeirðirnar í Bandaríkjunum þegar þetta eru að mestu leyti friðsöm mótmæli? Enska wiki kallar þetta mótmæli--Berserkur (spjall) 2. júní 2020 kl. 10:00 (UTC)Reply

Rétt hjá þér. Ég breytti þessu. TKSnaevarr (spjall) 2. júní 2020 kl. 10:45 (UTC)Reply

John Snorri

breyta

Væri rétt að setja andlát John Snorra hér? Nú eru 10 dagar síðan hann týndist í aðstæðum sem eru ekki mannvænlegar. Bíða eftir formlegri staðfestingu? --Berserkur (spjall) 15. febrúar 2021 kl. 00:33 (UTC)Reply

Þótt hann sé að öllum líkindum látinn er líklega nærgætnara gagnvart aðstandendum hans að vera ekki að reyna að skera úr um það hér. TKSnaevarr (spjall) 15. febrúar 2021 kl. 01:49 (UTC)Reply

Mynd með eyðingartillögu

breyta

Ég held að það sé ekki gott að hafa mynd á forsíðunni sem er með eyðingartillögu. Steinninn 5. júní 2024 kl. 10:55 (UTC)Reply

Hún á kannski tvo til þrjá daga eftir enn. Ég fékk þessa mynd senda frá starfsmanni framboðsins. Það var skýrt að ég var að biðja um að gefin yrði út mynd með CC-BY-SA afnotaleyfi og starfsmaðurinn sagðist vera með grænt ljós frá ljósmyndaranum sjálfum fyrir því að þessi tiltekna mynd væri gefin út með slíku leyfi. Þetta dugaði ekki á Commons (fínt hjá þeim að gera kröfur, en eftirfylgnin er alveg af handahófi) þannig að þessi eyðingartillaga var sett á. Ég hef sett mig í samband beint við ljósmyndarann, en það er afskaplega erfitt að fá fólk úti í bæ til að fara formlegu leiðina og senda yfirlýsingu á netfang hjá Commons sem hljómar fyrir óinnvígðum eins og að maður sé að afsala sér öllum réttindum til eilífðar. Ég er ekki bjartsýnn um að þetta takist. Svo er önnur mynd af Höllu sem sumar tungumálaútgáfur eru farnar að nota sem er skjáskot úr fréttum RÚV og því augljóst höfundaréttarbrot, en það hefur farið fram hjá fólkinu á Commons. --Bjarki (spjall) 5. júní 2024 kl. 12:32 (UTC)Reply
Já, ég er að lenda í sama veseni með myndir af Ásdísi og Höllu. Fékk tengil sem ég sendi svo á ljósmyndarana. Það er mjög einfalt ferli. En það er eins og þú segir, mjög erfit að fá nokkurn mann til að fara í gegnum það allt. Steinninn 5. júní 2024 kl. 13:59 (UTC)Reply
Fara aftur á verkefnissíðuna „Í fréttum...“.