Wikipedia:Kynningarsíða fyrir eigendur margmiðlunarefnis sem hafa áhuga á að gera það frjálst
- Þetta er tilraunarsíða!
Tilgangur þessarar síðu er að kynna eigendur margmiðlunarefnis fyrir því hvernig þeir geta gert það aðgengilegt á verkefnum á borð við Wikipedia.
Takmark verkefna á borð við Wikipedia
breytaWikimedia Foundation Inc. sem eru samtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Þau hafa yfirumsjón með verkefnum á borð við Wikipedia sem er alfræðirit öllum aðgengilegt (að kostnaðarlausu hér á netinu, en í raun er ekkert því til fyrirstöðu að gefa það út til dæmis á prenti og taka gjald fyrir eins og síðar verður skýrt frá). Takmark þessara verkefna er að safna saman fróðleik af ýmsu tagi og gera hann öllum aðgengilegan. Til þess að gera hann aðgengilegan öllum er allt efni verkefnanna útgefið samkvæmt sérstöku leyfi. Leyfið tryggir eftirfarandi:
- Öllum er heimilt að dreifa og gefa út efnið
- Öllum er heimilt að gera breytingar á efninu og gefa þær út
- Öllum er heimilt að nota efnið í hagnaðarskyni
Þetta þýðir í raun að höfundar þess efnis sem birtist á verkefnum Wikimedia afsalar sér eignarétti eins og hann er skilgreindur í höfundalögum, þó má setja það skilyrði að höfunda verkanna eða höfundarétthafa sé getið.
Um frjáls leyfi
breytaTil eru nokkrar gerðir leyfa. Fyrir flestar stofnanir og einstaklinga sem vilja láta sín getið hentar Creative Commons (eða nákvæmlega Creative Commons Attribution) leyfi best. Það leyfi tryggir áðurnefnda skilmála og að höfundarétthafa sé getið. Með því að gefa út efni samkvæmt skilmálum þess leyfis geta verkefni á borð við Wikipedia notað efnið án þess að brjóta gegn höfundalögum en á sama tíma er tryggt að höfundar sé getið.
Einnig kemur til greina að afsala sér réttindum gjörsamlega og gera efnið að almannaeigu, líkt og gerist sjálfkrafa með öll eldri verk. Dæmi um verk sem eru í almannaeigu nú þegar sökum aldurs eru ritverk Shakespeares og málverk Leonardos da Vinci. Slík verk má hver sem er breyta og gefa út, því henta verk í almannaeigu einkar vel til nota á verkefnum á borð við Wikipedia. Þetta tryggir þó ekki að höfunda sé getið samkvæmt lögum þótt slíkt teljist góð vinnubrögð.
Hvernig get ég gert verk mín aðgengileg?
breytaÞú getur haft samband við tengilið okkar ... útvegir þú honum verkin í stafrænuformi mun hann sjá um að þau verði birt undir tilskyldum leyfum. Hafið þó í huga að slíkt er óafturkræft, þ.e.a.s. eftir að verk hafa verið birt samkvæmt frjálsum leyfum gilda skilmálar þess um verkið frá þeim tíma sem það er birt.