Wikipedia:Grein mánaðarins/12, 2016

Beyoncé

Beyoncé Giselle Knowles-Carter, betur þekkt sem Beyoncé (borið fram: Bíjonsei) (f. 4. september 1981) er bandarísk söngkona, lagahöfundur og leikkona. Hún er fædd og uppalin í Houston, Texas og gekk í marga listaskóla og keppti í mörgum söng- og danskeppnum sem barn, en varð fræg á seinni hluta 10. áratugarins sem forsprakki hljómsveitarinnar Destiny's Child. Faðir hennar, Mathew Knowles, var umboðsmaður hljómsveitarinnar sem varð ein vinsælasta stúlknasveit allra tíma. Hlé á störfum sveitarinnar gaf af sér fyrstu plötu Knowles, Dangerously in Love (2003) sem færði henni miklar vinsældir; seldist í 11 milljónum eintaka, hlaut fimm Grammyverðlaun og gaf af sér smellina „Crazy in Love“ og „Baby Boy“.