Wikipedia:Grein mánaðarins/11, 2008

Fáni Evrópusambandsins.

Evrópusambandið (ESB) er yfirþjóðleg stjórnmálaleg og efnahagsleg samtök 27 Evrópuríkja með höfuðstöðvar í Brussel. Sambandið var stofnað í núverandi mynd með undirritun Maastrichtsamningsins þann 7. febrúar 1992 þar sem byggt var á Evrópubandalaginu. Nærri því 500 milljónir borgara búa innan ESB, og samanlagt er verg landsframleiðsla aðildarríkja um 30% af vergri landsframleiðslu heimsins. Í ESB er sameiginlegur markaður sem er staðlaður með löggjöf sem öll aðildarríki eru skyldug til þess að setja. Þau lög snúa að hinu svokallaða fjórfrelsi sem tryggir frjálsa för fólks, varnings, þjónustu og fjármagns milli landamæra þeirra.