Wikipedia:Gæðagreinar/Vestmannaeyjar

Vestmannaeyjabær
Vestmannaeyjabær

Vestmannaeyjar eru eyjaklasi suður af Íslandi, samtals 15 eyjar og um 30 sker og drangar. Syðsta eyjan er Surtsey og sú nyrsta er Elliðaey. Heimaey er stærst eyjanna og sú eina sem er byggð, en þar er Vestmannaeyjabær með um 4.200 íbúa.

Fyrstu heimildir um Vestmannaeyjar eru í Landnámu (Sturlubók), þar sem segir frá Ingólfi Arnarsyni, fyrsta landnámsmanninum. Þegar hann kom til landsins dvaldist hann einn vetur á Ingólfshöfða, og hélt svo vestur með landinu í leit að öndvegissúlunum sínum. Þá fann hann bæ Hjörleifs, fóstbróður síns, og var hann þar látinn; hafði hann þá verið myrtur af þrælum sínum. Úti af Hjörleifshöfða sá hann eyjaklasa suður af Landeyjum og datt honum til hugar að þrælarnir hafi farið þangað. Eyjarnar voru þá nefndar eftir þrælunum, en þeir voru af írsku bergi brotnir og Írar og Skotar voru gjarnan kallaðir Vestmenn á þessum tíma.

Lesa áfram um Vestmannaeyjar...