Shōgi
Shōgi

Shōgi (将棋), oft kallað japönsk skák, er borðspil sem upprunnið er í Japan. Það er einn af meðlimum skákfjölskyldunnar, en hún nær meðal annars yfir evrópska skák, hið kínverska xiàngqí, og hið kóreska jianggi. Allir þessir leikir eru taldir eiga uppruna sinn að rekja til indverska spilsins chaturanga frá 6. öld.

Markmiðið er að ná konungi andstæðingsins.

Tveir leikmenn, svartur og hvítur (eða 先手 sente og 後手 gote) leika á borði með reitum, sem mynda 9 raðir og 9 dálka. Reitirnir eru einlitir, en ekki svartir og hvítir eins og í evrópskri skák.

Hver leikmaður ræður yfir 20 spísslaga taflmönnum af mismunandi stærð, eftir því hversu mikilvægir þeir eru.

Lesa áfram um Shōgi...