Wikipedia:Gæðagreinar/Eris (dvergreikistjarna)

Eris
Eris

Eris, reikistirnisnafn: 136199 Eris, er þyngsta dvergreikistjarnan í sólkerfinu og níunda þyngsta fyrirbærið sem er á sporbaugi um sólu. Hún er talin hafa þvermál upp á 2.326 km (±12) og vera 27% þyngri en Plútó eða um það bil 0,27% af massa jarðarinnar.

Eris fannst í janúar 2005 í Palomar-stjörnuathugunarstöðinni af teymi sem starfaði undir stjórn Mike Brown og tilvist hennar var staðfest síðar það ár. Hún er útstirni handan brautar Neptúnusar og tilheyrir einnig flokki dreifstirna sem eru útstirni sem ganga um sólina eftir mjög ílöngum brautum. Eina þekkta tungl hennar er Dysnómía. Árið 2011 var Eris stödd 96,6 stjarnfræðieiningar (AU) frá sólinni eða þrisvar sinnum fjær sólu en Plútó. Ef frá eru skildar sumar halastjörnur þá eru Eris og Dysnómía fjarlægustu þekktu fyrirbæri sólkerfisins.

Lesa áfram um Erisi...