Wikipedia:Gæðagreinar/Byrgið

Byrgið var íslenskt, kristilegt meðferðarheimili fyrir heimilislausa vímuefnafíkla, spilafíkla og fólk með ýmsar aðrar persónuleikaraskanir. Markmið meðferðarinnar var að hjálpa einstaklingum að öðlast betra líf. Í mörgum tilvikum var um mjög veika einstaklinga að ræða og því var brugðið á það ráð að einangra þá til þess að auðvelda endurhæfingu þeirra. Byrgið stóð einnig fyrir forvarnarstarfsemi, og ráðgjöf til handa aðstandendum fíkla. Forstöðumaður Byrgisins var þar til í desember 2006 Guðmundur Jónsson en þá vék hann sem forstöðumaður tímabundið. Jón Arnarr Einarsson tók þá við sem forstöðumaður þangað til að Byrginu var lokað þann 15. janúar 2007 og skömmu síðar var starfsemin endanlega lögð niður. Fyrrum vistmönnum var tímabundið boðið upp á meðferð á Geðsviði Landspítala - Háskólasjúkrahús en ekki er vitað hversu margir þáðu það.

Lesa áfram um Byrgið...