Wichita
(Endurbeint frá Wichita, Kansas)
Wichita er borg í Kansas í Bandaríkjunum. Íbúar voru um 390.000 árið 2017 en á stórborgarsvæðinu eru um 645.000 manns (2015).
Borgin er sunnan við miðju fylkisins og liggur við Arkansas-fljót. Hún var verslunarstaður og viðkomustaður búsmala um miðja 19. öld og byggðist þannig upp með viðurnefnið cowtown (kúabær). Á 20. öld varð Wichita miðstöð flugvélaframleiðslu og olíuvinnslustöðvar spruttu þar upp eftir fund á olíu í fylkinu.
Dwight D. Eisenhower-flugvöllurinn er við borgina og Wichita State University er þriðji stærsti háskólinn í ríkinu. Nafn borgarinnar kemur frá samnefndum frumbyggjaættbálki.
Heimild
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Wichita.
- Fyrirmynd greinarinnar var „Wichita, Kansas“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 22. mars. 2019.